Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 8
15. Kærunefnd jafnréttismála. 16. Félagsdómur. 17. Nefnd skv. 28. gr. laga um ráðgjöf
og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.
18. Urskurðarnefnd skv. 19. gr. laga um Viðlagatryggingu íslands. 19. Úrskurðamefnd
um viðskipti við fjármálastofnanir. 20. Yfirmatsnefnd skv. lögum um lax- og silungs-
veiði. 21. Úrskurðamefnd skv. höfundalögum. 22. Úrskurðamefnd skv. lögum um úr-
skurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. 23. Skaðabótanefnd skv. lögum nr. 110/1951.
Hér er um að ræða 22 nefndir auk Félagsdóms, en tvær nefndanna hafa lokið
störfum. Fram kemur í svari ráðherra að 22 dómarar sitji í nefndum, 9 hæsta-
réttardómarar og 13 héraðsdómarar. í nokkrum tilvikum er þó um sama dóm-
arann að ræða, því að einn dómari hefur verið skipaður í þrjár nefndir, þrír í
tvær en aðrir í eina nefnd. Sitja þannig 16 dómarar af 47 dómurum landsins í
nefndunt á vegurn framkvæmdarvaldsins.
Ráðherra telur að dómarar hafi í framkvæmd gætt þess vel að taka ekki að sér
aukastörf sem ekki teljist við hæfi, en í flestum tilvikum sé verið að sækjast eftir
þeirri sérþekkingu sem dómarar búi yfir. Ennfremur kemur fram í svarinu sú
skoðun ráðherra að í fæstum tilvikum geti seta dómara í úrskurðamefndum á
vegum framkvæmdarvaldsins komið að sök, nema nefndarstarfið verði svo
tímafrekt að það komi niður á dómstörfum.
Aður en skilist er við svar ráðherra skal þess getið að í því kemur fram að
sérstakur samningur hafi verið gerður á milli danska dómsmálaráðuneytisins og
danska dómarafélagsins um aukagreiðslur til dómara fyrir nefndastörf o.fl., en
í samningnum eru taldar upp þær nefndir og ráð sem danskir dómarar eiga sæti
í, einn eða fleiri í hverri nefnd.1
Eins og kunnugt er verða dómarar að uppfylla lögbundin skilyrði til þess að
hljóta skipun í dómarastöðu. Skiptir þar mestu að þeir verða að hafa ákveðna
menntun, þ.e.a.s. embættispróf í lögfræði, og að hafa öðlast ákveðna starfs-
reynslu. Þá er það skilyrði þess að verða skipaður hæstaréttardómari að við-
komandi hafi lokið lögfræðiprófi með fyrstu einkunn. Sérstök nefnd fjallar um
hæfni þeirra sem sækja um héraðsdómarastöðu. Dómarar eru þeir einu af æðstu
handhöfum ríkisvaldsins sem uppfylla þurfa lögbundin skilyrði til þess að fá að
gegna starfi sínu, þegar frá eru talin kjörgengisskilyrði forseta íslands og þing-
manna. Þær kröfur sem þannig eru gerðar til hæfni dómara eru harla eðlilegar
en skapa þeim jafnframt töluverða sérstöðu meðal handhafa rrkisvaldsins.
1 Samkvæmt framangreindum samningi eru nefndir þessar eftirtaldar og eru lesendur beðnir að
virða það til betri vegar þótt ekki sé reynt að þýða heiti þeirra: Advokatnævnet, Arkitektnævnet,
Butiksankenævnet, Byfomyelsesnævnet, Diciplininæmævnet for statsautoriserede revisorer,
Disciplinæmævnet for registrerede revisorer, Dyreforspgstilsynet, Flygtningenævnet, For-
bmgerklagenævnet, Fredningsnævnene, Gobalerstatningsnævnet, Flelbredsnævnet for spfar-
ende, Klagenævnet for udbud, Nævnet for udbud af uddannelser, Nævnet vedrprende autoris-
erede gas-, vand-, sanitets og kloakmestre, Patientskadeankenævnet, Udvalget vedrprende arkiv-
tilgængelighedspraksis, Vilkársnævnet for plantenyheder, Bemandingsnævnet, Erhvervsanke-
nævnet, Stormflodsrádet, Tjenestemandsretten, Den kommunale tjenestemandsret, Tjen-
estemandsretten for Grpnlands hjemmestyre, Tjenestemandsretten for kommunemes tjen-
estemænd í Grpnland, Advokatnævnet og Pressenævnet.
2