Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 20
athugunar sem ég gerði samhliða því að ég setti þessar hugleiðingar mínar á blað. Þessi athugun mín beindist að því að kanna hver hefðu orðið afdrif refsiákvarðana héraðsdóms við áfrýjun mála til Hæstaréttar á ákveðnu tímabili. Skoðaði ég í þessu ljósi dóma í opinberum málum sem gengu í Hæstarétti frá 1. janúar til 1. nóvember 1994 þar sem ekki var gerð breyting á héraðsdómi að því er tekur til sakarmats og heimfærslu brota til refsiákvæða. Til skoðunar sam- kvæmt framansögðu komu 62 dómar. Niðurstaða athugunar minnar reyndist vera sú, að í 22 dómum, eða í 35% tilvika, er refsiákvörðun héraðsdóms breytt, í 13 dómum til þyngingar en í 9 dómum er kveðið á um það að refsing skuli milduð frá því sem í héraðsdómi greinir. Lrklega þarf þessi niðurstaða ekki að koma svo mjög á óvart þegar litið er til hinna ýmsu matsatriða sem að jafnaði liggja að baki refsiákvörðun. Það vakti hins vegar athygli mína að í þorra þeirra hæsta- réttardóma sem kváðu á um breytingu á refsiákvörðun héraðsdóms var um um- talsverða breytingu að ræða. Ut í þá sálma verður hins vegar ekki farið frekar hér. En hvað sem framangreindum hugleiðingum líður hygg ég að enginn sem til þekkir dragi það í efa, að ákvörðun dómara um refsingu hverju sinni er stór ákvörðun og mikilvægt er í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem tíðum eru í húfi þegar að slíkri ákvörðun kemur að til hennar sé vandað í hvívetna. Er þá ekki hvað síst mikilvægt að samræmis sé gætt svo sem frekast er kostur. II. Með ákvörðun refsingar í víðtækasta skilningi er í fyrsta lagi átt við val á milli refsinga og annarra viðurlaga, í öðru lagi hvort beitt skuli fésekt, varðhaldi eða fangelsi, í þriðja lagi hvort til álita komi að skilorðsbinda refsidóm að hluta eða öllu leyti og loks í fjórða lagi hver eigi að vera hæð refsingar innan lögmæltra refsimarka. Akvörðun refsingar í síðasttöldu merkingunni kallar tíðast á umræður og vangaveltur í þjóðfélagi okkar og þá merkingu hafa menn jafnan í huga þegar refsiákvörðun ber á góma. Nánar tiltekið felst í ákvörðun refsingar í þessum skilningi ákvörðun um refsihæð innan almennra refsimarka refsiákvæðis eða refsitegundar eða þá innan sérrefsimarka, sem ýmist styðjast við málsbætur og þyngingarástæður eða tilteknar refsilækkunar- og refsi- hækkunarástæður. Sjaldnast er uppi verulegur vafi varðandi val á milli refsinga og annarra viðurlaga og hið sama á við þegar dómari stendur frammi fyrir því að þurfa að velja á milli refsitegunda. Annað er hins vegar uppi á teningnum þegar kemur að mati á því annars vegar hver sé hæfileg refsing innan lögmæltra refsimarka og hins vegar hvort og þá að hvaða marki sé rétt að skilorðsbinda tildæmda refsingu. Mun umfjöllun mín hér nær alfarið takmarkast við þetta tvennt og reyndar þróuðust skrif mín á þann veg, að þau eru að mestum hluta bundin við umfjöllun um skilorðsdóma, einkum í ljósi nýlegra dómsúrlausna Hæstaréttar. Fyrst mun ég þó huga stuttlega að almennum atriðum við ákvörðun refsingar innan almennra refsimarka viðurlagaákvæðis eða refsitegundar. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.