Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 48
hálfu lögð áhersla á að leiða vitni fyrir dóm eða leggja fram frekari gögn ákæru
til stuðnings er eðlilegt í ljósi þess að sönnunarbyrðin hvflir á ákæruvaldinu að
dómari láti við það sitja. Ef sýnt þykir hins vegar að um lykilvitni er að ræða er
Ijóst samkvæmt framansögðu að dómara ber skylda til að gæta þess að þessi
vitni séu kölluð fyrir dóm eða eftir atvikum frekari gögn lögð fram. Á þetta
einkum við ef líklegt er að vitni eða gögn geti verið ákærða til hagsbóta.
Þótt dómari leiði ekki yfirheyrsluna, eins og áður var hefur hann að sjálf-
sögðu rétt og skyldu til að koma inn í yfirheyrsluna hvenær sem er, þótt það
kunni að verka truflandi á sækjanda og verjanda. Oft er t.d. hentugra að dómari
spyrji þeirra spuminga sem á honum brenna, þegar verið er að fjalla um tiltek-
inn þátt atburðarásar, í stað þess að spyrja í lokin, þegar komið er út í allt aðra
sálma í yfirheyrslunni. Stjórn þinghaldsins er í höndum dómara og því nýtur
hann þeirra forréttinda að taka til máls er honum þykir henta. Hlutverk dóm-
arans er því annað og meira en að stjórna þinghaldinu. Stjóm hans á þing-
haldinu skal vera innan ramma réttarfarslaga og í samræmi við þær venjur, sem
myndast hafa í dómsalnum. Það fyrra er sjálfgefið en siðvenjurnar em því
miður mjög misjafnar, sennilega næstum því jafn misjafnar og fjöldi dómar-
anna. Þar sem ekki er svo langt um liðið frá því sækjendur mættu við meðferð
málsins em þessar venjur enn að mótast, t. d. er misjafn háttur hafður á um
skráningu þinghaldsins, ýmist er segulband notað eða þinghaldið skráð í tölvu,
eins og áður er fram komið. í síðara tilvikinu er framburður ákærða og vitna
endursagður af dómaranum. í 7. mgr. 102. gr. eldri laga um meðferð opinberra
mála nr. 74/1974 sagði: „Bóka skal svörin svo, að ótvírætt og tæmandi komi
fram efnið í svömm og orðrétt jafnan, ef ástæða er til að ætla, að orðrétt bókun
geti skipt máli um mál almennt eða einstök sakaratriði“. Þetta ákvæði er hvergi
að finna í hinum nýju lögum, sem bendir til að þennan hátt hafi ekki átt að
viðhafa í hinum nýja sið.
Þótt sú aðferð að endursegja framburð, hvort sem sú endursögn er rituð á
tölvu eða færð á segulband, spari dómaranum oft vinnu við samningu dóms, ef
svo ber undir, og lestur framburðar sem endursagður hefur verið í styttra mál á
tölvu sé mun læsilegri en þvaðrið á segulböndunum, verður ekki fram hjá því
litið, að sá háttur er umdeildur. Framburður viðkomandi kemst ekki til skila,
hvorki hrynjandi hans, ef svo má að orði komast, né orðfæri viðkomandi, sem
allir vita að er ærið misjafnt. Af endursögn verður ekki að fullu ráðið, þótt
dómari hafi mikla þjálfun í slíkri bókun, hversu einbeittur og skýr framburður
hefur verið. í löngum yfirheyrslum fer heldur ekki hjá því að það er tímafrekt
að endursegja framburð, þótt sumir dómarar hafi þá tækni að lesa hann jafn-
óðum inn. A meðan á slíkum lestri stendur má ætla að þinghaldið gangi ekki
jafn „smurt“ og það ætti að ganga. Ég er þess einnig fullviss, ekki síst af sam-
tölum mínum við ýmsa verjendur, að það virkar einkennilega á ákærðu og vitni,
þegar bókun framburðarins og upplestur í lok þinghalds hefst, viðkomandi er þá
búinn að tjá sig í heyranda hljóði, en þarf síðan að hlusta á endursögn fram-
burðar, sem stundum nær hreint ekki því sem menn sögðu, hætta er á að mönn-
42