Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 21
III. í 34., 44. og 50. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er kveðið á um almenn refsimörk einstakra refsitegunda, það er hámark og lágmark refsivistar, varðhalds og fangelsis, og hámark fésektar. í lögunum er að finna þrenns konar frávik frá refsimörkum í þessum skilningi, það er í 1. mgr. 73. gr., 78. gr. og 79. gr. Þá gildir sérregla um mörk vararefsingar þegar fésekt er dæmd, sbr. 1. mgr. 54. gr. laganna. Lagaákvæði um almenn refsimörk refsitegunda koma ein- vörðungu til skoðunar við refsiákvörðun ef hámark eða lágmark refsingar ræðst ekki af ákvæðum um einstakar brotategundir. Sem dæmi um þetta má nefna að almenn refsimörk þjófnaðar styðjast annars vegar við viðurlagaákvæðið sjálft, en samkvæmt 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga varðar slíkt brot fangelsi allt að 6 árum, og hins vegar við almennt lágmark þeirrar refsitegundar sam- kvæmt 34. gr. sömu laga, 30 daga fangelsi. Þegar um refsivist er að ræða er algengast að hámark refsingar ráðist af viðkomandi refsiákvæði. Hámark fésektar er hins vegar hvergi tiltekið í ákvæðum hegningarlaga um einstakar brotategundir. Ræður hið almenna hámark samkvæmt 50. gr. laganna því mögulegri sektarrefsingu hverju sinni. Nokkur ákvæði almennra hegningarlaga mæla fyrir um lágmark refsingar en algengast er þó að það ráðist af hinum almennu ákvæðum um lágmark einstakra refsitegunda. Þegar dómarinn hefur gert sér grein fyrir því svigrúmi til refsingarákvörðunar sem honum er búið innan lögmæltra refsimarka er komið að sjálfum kjama þess viðfangsefnis sem hér er til umfjöllunar. Segja má að mikilvægasta leiðsögn dómarans við ákvörðun refsingar hverju sinni sé fólgin í dómvenjuhelguðu refsimati, í öllu falli í algengum flokkum brotamála, og oft kemst dómarinn á leiðarenda í refsiákvörðun á þeim grunni einum. Má þar nefna dóma í ölvunaraksturs-, þjófnaðar- og fjárdráttarmálum, en í þeim brotaflokki sem fyrst var talinn hefur verið gengið hvað lengst á þeirri braut að staðla refsingar og á það reyndar við um umferðarlagabrot yfirleitt. Engin tvö mál em þó eins og því er allur samanburður á refsimati erfiðleikum bundinn í öllum þorra mála. Og þó að hafa verði sterklega í huga að menn kappkosti að gæta samræmis við refsiákvarðanir og að viss íhaldssemi skuli rikja varðandi réttarframkvæmd á þessu sviði verður ekki fram hjá því litið, að afstaða manna til einstakra brotategunda og innbyrðis vægis þeirra tekur breyt- ingum í tímans rás og það án þess að henni fylgi breyting á lögmæltum refsi- mörkum. Skýrasta dæmið um slíkt tilvik er aukin áhersla á líf manna og heilsu sem vemdarandlag andspænis efnislegum gæðum. Og með einum eða öðram hætti verða dómstólar að taka tillit til þróunar af þessu tagi við refsiákvarðanir sínar og þá á þann veg að þeir bregði út frá dómvenjuhelguðu refsimati. Þegar kemur að refsiákvörðun innan almennra refsimarka refsitegundar eða viðurlagaákvæðis þarf dómarinn oftar en ekki að vega og meta mörg ólík og jafnvel andstæð sjónarmið sem honum er rétt að taka tillit til við þessa ákvörð- un sína og sem fram hafa komið undir rekstri máls. Er hér vísað til svokallaðra almennra refsiákvörðunarsjónarmiða, en þau koma til skoðunar við ákvörðun 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.