Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 32
Hér er tap á ákveðnum líkamspörtum eða limlestingar einfaldlega vegið og metið á móti tapi af tíma. Það er rökrétt að því leyti að hvorugt kemur aftur þegar einu sinni er búið að taka af því. Að öðru leyti er ekki meiningin að líkja þessu tvennu saman. Þó skal þess getið að líkamlegur sársauki eða pína hefur væntanlega verið mun stærri hluti af lífi fólks hér á öldum áður heldur en í dag. Samfélag nútímans þolir illa sársauka og líkamsmeiðingar. Það er ekki lengra síðan en einhverjir áratugir að kjaftshögg t.d. á sveitaböllum þótti meira eða minna sjálfsagður hlutur bæði fyrir þann sem sló og þann sem sleginn var. Sá síðarnefndi reyndi þó gjaman að svara í sömu mynt í stað þess að blanda lögreglu í málið. Nú er oftar rætt um líkamsmeiðingar eða líkamsárásir með tilheyrandi kæmm og oft eftirfarandi málsmeðferð í refsivörslukerfinu. Það er ljóst að upphaflega markmiðið með refsivist var aðallega tvíþætt. I fyrsta lagi einhvers konar mannúðarsjónarmið í samfélagi sem smám saman var að breytast. Þrátt fyrir allt hlaut það að vera skárra að missa tíma heldur en einhverja mikilvæga limi svo ekki sé nú talað um höfuðið sjálft. I öðru lagi spilaði þörfin fyrir ódýrt vinnuafl inn í þessa mynd. Fyrstu fangelsin voru hugsuð sem eins konar vinnubúðir (þrælabúðir), ekki eingöngu fyrir afbrota- menn heldur einnig fyrir alls konar flökku- og lausungarlýð sem hægt væri að láta vinna fyrir brauði í sveita síns andlitis. Jafnvel skila arði. I dag held ég að flestir líti á fangelsið sem illa nauðsyn og þó svo að endur- hæfing hljóti þar alltaf í raun að vera af skornum skammti er litið þannig á að sjálfsagt sé að gefa föngum kost á því að nýta tímann til einhverra uppbyggi- legra athafna. En þyngd refsingarinnar þ.e.a.s. tíminn í fangelsi er talsvert afstæður í tíma og rúmi og verður að skoða í ljósi annarra refsiúrræða. Ég mun víkja nánar að því í lok erindisins. II. Þegar rætt er um þyngd refsinga er ekki úr vegi að líta örlítið á hverjir sitja í fangelsi hér á landi og fyrir hvað þeir eru dæmdir. í stuttu máli eru það karlar á aldrinum 20-40 ára. Tilefni fangavistar í u.þ.b. helmingi tilvika enj fjárréttinda- brot ýmiss konar, mest þjófnaðir, innbrot, skjalafals og fjársvik. Tæpur fjórð- ungur afplánar dóma fyrir umferðarlagabrot, aðallega ölvunarakstur og réttinda- leysi. Sá fjórðungur sem eftir stendur afplánar fyrir fíkniefnabrot, ofbeldisbrot og kynferðisbrot. Það er þekkt í þessu sambandi að stór hluti þessara manna hefur átt brösugt lífshlaup þar sem misnotkun vímugjafa og fjölskylduvandamál af ýmsum toga koma við sögu. Segja má að höfuðþungi refsivistar bitni á slíkum mönnum og ef til vill hafa þeir líka brotið mest af sér. Það er þó ljóst að samhengið á milli fjölda afbrota sem framin em í einu þjóðfélagi og fjölda fanga og samsetning fangahópsins í því sama þjóðfélagi er alls ekki einfalt mál. Almennt séð virðist réttarfarsvitund fólks vera með þeim hætti að fang- elsisrefsing sé við hæfi við þau brot sem síðast vom talin upp hér að ofan, þ.e.a.s. ofbeldis-, kynferðis- og fíkniefnabrot. Málið verður nokkru flóknara þegar um er að ræða umferðarlagabrot, sérstaklega þó akstur án ökuréttinda. Á 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.