Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 66
Á VÍÐ OG DREIF
FRÁ DÓMARAFÉLAGI ÍSLANDS
Tímaritinu hefur borist skýrsla stjórnar Dómarafélags íslands staifsárið
1994-1995. Einnig fundargerðir Dómaraþings 1995 og Dómsmálaþings 1995,
sem birtar verða hér á eftir. Ekki þykja efiti til þess að birta í heild skýrslu
stjórnarinnar, sem er löng og ítarleg, heldur verða rakin helstu efnisatriði
hennar.
ÚR SKÝRSLU STJÓRNAR DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS STARFS-
ÁRIÐ 1994-1995
í upphafi skýrslunnar kemur fram að Dómaraþing 1994 hafi verið haldið á
Hótel Selfossi 4. og 5. nóvember og að þinginu hafi verið gerð ítarleg skil í 4.
hefti Tímarits lögfræðinga 1994.
Valtýr Sigurðsson héraðsdómari hafi ekki gefið kost á sér til endurkjörs til
formanns og hafi honum verið þökkuð mikil og góð störf í þágu félagsins.
Fráfarandi stjórn félagsins hafi lagt til að Allan Vagn Magnússon héraðsdómari
yrði kjörinn formaður, sem fundarmenn hafi samþykkt með lófataki. Aðrir í
stjóm voru kjörnir: Ólöf Pétursdóttir dómstjóri, Helgi I. Jónsson héraðsdómari,
Ólafur Börkur Þorvaldsson héraðsdómari og Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdóm-
ari. Þess ber að geta að stjórnin sjálf skiptir verkum sín á milli að formenn-
skunni frátalinni.
í varastjóm voru kjörin: Freyr Ófeigsson dómstjóri og Hjördís Hákonardóttir
héraðsdómari
Þá voru samþykktar umsóknir eftirtalinna um inngöngu í félagið: Amfríðar
Einarsdóttur, dómarafulltrúa í Héraðsdómi Reykjavikur, Erlings Sigtryggs-
sonar, dómarafulltrúa í Héraðsdómi Norðurlands eystra, Grétu Baldursdóttur,
skrifstofustjóra í Héraðsdómi Reykjavfkur, Inga Tryggvasonar, dómarafulltrúa
í Héraðsdómi Vesturlands og Sigurjónu Símonardóttur, dómarafulltrúa í Héraðs-
dómi Reykjavíkur.
60