Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 60
Skipaður verjandi má þó ekki hindra eða tefja rannsókn eða meðferð máls með ólögmætum hætti, sbr. niðurlag 2. mgr. 38. gr. og 1. mgr. 133. gr. oml. I Hrd. 1994, bls. 461 reyndi á sjónarmið af þessum toga. I þeim dómi var hæstaréttar- lögmaður víttur fyrir verjandastörf sín í þágu ákærðs manns við meðferð málsins í héraði, en rtkissaksóknari hafði stefnt lögmanninum fyrir Hæstarétt vegna áfrýjunar hans á málinu, í skjóli umboðs frá ákærða. Um málið sagði Hæstiréttur: „Akærða er gefið að sök að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis. Hann játaði strax brot sitt skýlaust og greiðlega og hefur haldið sig við þá játningu. Réttarfarsreglur varðandi rekstur slíkra mála eru einfaldar og ótvíræðar. Refsing sú, er ákærði hlaut í héraði, er venjuleg“. Um þátt hins skipaða verjanda sagði Hæstiréttur: „Áfrýjun dóms í máli þessu var með öllu tilefnislaus og fylgdi í kjölfar á óþörfum réttarfarsflækjum verj- andans, K [...], við meðferð málsins í héraði, svo sem rakið er í héraðsdómi. Verður að víta iögmanninn fyrir verjandastörfin, sbr. 162. gr. laga nr. 91/1991“. Ekki þótti hins vegar rétt að gera lögmanninum sekt vegna áfrýjunar hans á málinu, þar sem ekki þótti sannað að áfrýjun málsins hefði verið tilkynnt án samráðs við ákærða. Þagnarskylda hvílir á verjanda um það sem sakbomingur kann að hafa trúað honum fyrir um afstöðu sína til brots og um önnur þau atriði sem hann hefur komist að í starfa sínum og ekki em almenningi þegar kunn, sbr. 3. mgr. 41. gr. oml. Skipaður verjandi má ekki láta skoðanir sínar um sekt eða sýknu skjólstæð- ingsins hafa áhrif á starf sitt í hans þágu og hið sama gildir um persónulega afstöðu verjandans til þeirrar háttsemi eða þess brots, sem sakbomingi er gefið að sök. Telji skipaður verjandi að hætta sé á, að störf hans í þágu ákærðs manns komi til með að mótast af persónulegum skoðunum hans eða afstöðu, þá ber honum að óska eftir því við dómara að hann verði leystur undan starfanum.11 Skipun verjanda er persónubundin og skipaður verjandi skal því sjálfur annast flutning máls. Honum er þó heimilt að láta fulltrúa sinn eða annan lögmann sækja dómþing fyrir sína hönd þegar um einstakar dómsathafnir er að ræða meðan á rannsókn máls eða meðferð stendur, sbr. 2. mgr. 41. gr. oml. I Hrd. 1992, bls. 1792 vék Hæstiréttur að framanlýstum sjónarmiðum. Málsatvik voru þau, að skipaður verjandi hafði falið fulltrúa sínum að sækja þing í tvígang, þar sem vitni voru yfirheyrð eftir skipun vetjandans, en verjandinn flutti sjálfur munnlega vöm í málinu. í dórni Hæstaréttar var að þessu fundið með svofelldum orðum: „Yfirheyrsla vitna er að jafnaði þáttur í fiutningi máls. Skipun verjanda er persónubundin, og er honum skylt að annast sjálfur flutning málsins. Verður því að finna að því, sbr. XI. kafla laga nr. 74/1974, sbr. nú 41. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, að verjandinn rækti ekki skyldur sínar að þessu leyti. Bar dómara málsins að grípa hér í taumana“. Af þessum dómi sést, að orðin „flutningur máls“ í 2. mgr. 41. gr. oml. eiga jafnt við um sönnunarfærslu í opinberu máli og um munnlegan málflutning.12 11 Sjá Ragnar Aðalsteinsson, „Réttarstaða sökunauts og réttindi og skyldur verjenda“, bls. 104. 12 Sjá hér einnig Hrd. 1990, bls. 399 þar sem staðfest var, að skipaður verjandi verður ávallt að vera viðstaddur er sókn sakar er flutt af hálfu ákæruvaldsins. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.