Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Side 35
IV. Að lokum þetta. Því hefur verið haldið fram að afbrotin í sérhverju samfélagi séu eins konar spegilmynd þess. Stundum hefur þetta líka verið orðað þannig að þjóðfélagið fái þau afbrot sem það á skilið. Segja má að þetta geti einnig gilt um fangana og þyngd refsinga almennt. Ef menn hefðu átt kost á því að heimsækja fangelsi í Sovétríkjunum sálugu þá hefðu þeir komist að því að þar sátu menn í fangelsi þúsundum saman fyrir pólitískar skoðanir sínar eða fyrir smávægileg brot gegn ægivaldi flokksins. Sjálfur hef ég heimsótt fangelsi í Kalifomíu og þar er greinilegt að mikill meirihluti fanga kemur frá ýmsum minnihlutahópum í samfélaginu sem átt hafa erfitt uppdráttar af ýmsum ástæðum. Þannig mætti fara land úr landi, fangelsi úr fangelsi. Samsetning fangahópsins lýsir að mörgu leyti ástandinu í viðkom- andi samfélagi, einnig því íslenska. Þetta sést jafnvel enn betur ef farið er lengra aftur í tímann. I fangelsinu á Litla Hrauni fyrir 60 ámm afplánuðu um 60% fanga dóma fyrir afbrot sem sárafáir afplána fyrir í dag, svo sem bmggun og önnur brot á áfengislöggjöfinni og leti og óhlýðni við sveitarstjórnir. Annað þjóðfélag, aðrir fangar, önnur spegilmynd. Hægt er að segja sýndu mér fangana þína og ég skal segja þér hver þú ert. Fangafjöldi í Evrópu og Bandaríkjunum hefur farið vaxandi síðustu ár. Yfir- völd hafa reynt að sporna við þessari þróun m.a. með því að finna nýjar refsi- leiðir. Nágrannar okkar Svíar hafa t.d. nú á þessu ári gert tilraun með eins konar stofufangelsi þegar um er að ræða styttri refsidóma, þar sem tölvur sjá að mestu leyti um eftirlit með fanganum. Hér á landi höfum við reynt að miða slíkar leiðir við íslenskar aðstæður eins og kostur er. Mér finnst jafnvel að athuga ætti þann möguleika að hafa hér fastan fangakvóta, segjum 100-130 fanga. Við eram vön alls konar kvótakerf- um frá öðmm sviðum en höfuðmarkmið þeirra er að virka sem eins konar stýri- kerfi á framleiðslu eða nýtingu auðlinda. í framkvæmd gæti þetta t.d. virkað þannig að vildu yfirvöld þyngja refsingar í ákveðnum brotaflokkum þá yrði að lækka þær í einhverjum öðmm. Það yrði með öðrum orðum val samfélagsins hvemig það vildi nota slíkan kvóta og þá um leið hverja það vildi hafa í fangelsi. Eg geri mér grein fyrir því að þetta er engan veginn einfalt. Önnur hugmynd er sú að ef samstaða næðist um það að stytta heildarrefsi- tímann í fangelsi myndu sparast fjármunir. Þá fjármuni væri t.d. hægt að nota til þess að huga betur að fómarlömbum afbrota heldur en nú er gert. Ég á hér ekki eingöngu við skaðabótagreiðslur heldur þá staðreynd að þolandi brots „týnist“ fljótt við málsmeðferð í refsivörslukerfinu. Afbrotamaðurinn og réttar- ríkið verða aðalpersónur. Mörgum kann að þykja slíkt tal vera útópía og ef til vill er það líka svo, en ég vil minna á að á sínum tíma vom fangelsi það líka og sama gildir um skilorsðbundnar refsingar, ákæmfrestanir, áfangaheimili, sam- félagsþjónustu og rafrænt eftirlit í stofufangelsi svo nokkuð sé nefnt. Ég tel það m.a. vera hlutverk yfirvalda refsivörslukerfisins og raunar allra þeirra sem að þessum málum koma, að huga að því á hverjum tíma hvaða refsingar séu helst 29

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.