Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 74

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 74
Næstur flutti Jóhannes Rúnar Jóhannsson fulltrúi ríkissaksóknara erindi sem hann nefndi: Saksókn og vörn í opinberum málum. Erindið takmarkaðist við flutning opinberra mála fyrir héraðsdómi. Hann gerði grein fyrir ákærureglum íslensks réttar og jafnræðisreglu, sem felst í því að dómari skal hafa samráð við bæði verjanda og sækjanda. Þá reifaði hann reglur um skipan verjanda. Hann kvað frumskyldu sækjanda vera ákveðna hlutlægnisskyldu. Sækjandi ætti að stuðla að því að hið rétta kæmi í ljós og vinna verk sín með það að markmiði að mál fengju réttláta úrlausn. Hann ætti að vinna af sinni sannfæringu, en hlutlægnisskylda setti honum ákveðin mörk. Hins vegar hvíldi engin sú skylda á skipuðum verjendum. Hann gerði grein fyrir gangi mála fyrir dómi, kvað mikilvægt að tekið yrði á því hvemig standa skuli að skýrslutökum fyrir dómi. Hann kvað framkvæmd á skýrslutöku mis- vísandi og kvað það sína skoðun að sækjandi og verjandi ættu að leiða skýrslu- töku, en dómari ætti eingöngu að grípa inní, ef þurfa þætti. Þá flutti Eiríkur Tómasson prófessor erindi sem hann nefndi: Breytingar á skipulagi ákæruvaids í landinu. Hann kvað hafa vaknað hugmyndur um breytingar á skipulagi ákæmvalds, við endurskoðun á lögum um opinber mál. Hugmyndir væru á lofti um rýmkun á ákæruvaldi lögreglustjóra, þannig t.d. að ákæruvald flyttist til lögreglustjóra að öllu leyti, eða að minnsta kosti að stómm hluta. Miða mætti við refsi- rammann t.d. þannig að lögreglustjóri færi með ákæmvald í öllum brotum er sættu innan við 8 ára refsingu. Ríkissaksóknari yrði þó enn æðsti handhafi ákæruvalds og hlutverk hans þá fjórþætt. í fyrsta lagi hefði hann yfirstjóm ákæruvalds, markaði stefnu og hefði virkt eftirlit með ákæruvaldi lögreglu- stjóra. í öðru lagi sæi hann um saksókn og málflutning í þeim málum sem enn væru rannsökuð á landsvísu, t.d. skattsvik, efnahagsbrot og landráð. í þriðja lagi sæi hann um saksókn og málflutning í þeim málum sem hann sæi ástæðu til að taka til sín, vegna þess t.d. að mál væru vandasöm. Og í fjórða lagi sæi hann um ákvörðun um áfrýjun mála og flutning fyrir Hæstarétti. Eiríkur kvað þurfa að treysta meðferð ákæruvalds hjá lögreglustjóraembætt- um, ef þetta gengi eftir og stofna deildir hjá lögreglustjóraembættunum. Akær- endur kæmu að málum þegar á rannsóknarstigi. Hlutverk ákærenda ætti að vera áþekkt því sem löglærðir fulltrúar hjá RLR gegni. Sá sem um málið fjallaði ætti að móta farveg rannsóknarinnar og hann kæmi ekki ókunnugur að lokastigi máls. Eiríkur kvað ákæruvald og lögreglu eiga ríka samstöðu og samleið. Það hafi verið of mikill greinarmunur á þeim hingað til og leggja ætti ríkari áherslu á samvinnu þessara aðila. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.