Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 38
6. Er æskilegt að náð verði meira samræmi í refsingum milli landa og, ef svo
verður talið, hvernig er þá mögulegt að koma því til leiðar?
1. HVERJAR ERU ÞÆR TAKMARKANIR SEM DÓMARIER AÐ LÖG-
UM BUNDINN AF VIÐ ÁKVÖRÐUN FANGELSISREFSINGAR?
í mörgum landanna (t.d. Danmörku, Frakklandi, íslandi, Japan, Kanada,
Slóvakíu, Slóveníu og Sviss) er almenna reglan sú, að þau einu takmörk, sem
dómari er bundinn af, er sú hámarksfangelsisrefsing, sem lögin kveða á um. I
nokkrum þeirra (íslandi, Frakklandi, Liechtenstein, Lúxembúrg, Marokkó og
Slóvakíu) er heimilt að fara niður fyrir það lágmark, sem lög bjóða, ef um alveg
sérstakar refsilækkunarástæður er að ræða. Tekið skal fram, að viðfangsefnið
tók einungis til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar.
I Danmörku, Skotlandi og Svíþjóð eru ákvæði í lögum um, að dómara beri,
áður en hann ákveður fangelsi sem refsingu, að kanna hvort ekki séu tiltæk
einhver vægari refsiúrræði, sem betur eigi við með tilliti til t.d. ungs aldurs
ákærða. I Danmörku er ákvæði þess efnis í almennum hegningarlögum, að
(óskilorðsbundin) fangelsisrefsing ungmenna undir 18 ára aldri sé ónauðsynleg
og jafnvel skaðleg. í Svíþjóð þarf að vera um alveg sérstakar aðstæður að ræða,
til að ungmenni á aldrinum 18 til 21 árs verði dæmd í (óskilorðsbundið) fang-
elsi. I Skotlandi eru ungmenni á aldrinum 16 til 21 árs ekki dæmd í (óskilorðs-
bundið) fangelsi, nema dómari telji, að ekkert annað refsiúrræði sé við hæfi, og
þarf hann að rökstyðja þá ákvörðun alveg sérstaklega. Þetta á þó ekki við um
ásetningsmanndráp, en við því liggur lögbundið ævilangt fangelsi þar í landi.
Einnig má nefna, að í Frakklandi ber dómara á sama hátt að færa sterk rök fyrir
því hvers vegna hann telji, að (óskilorðsbundið) fangelsi sé við hæfi sem refs-
ing, en ekki einhver önnur vægari viðurlög. Hið sama er uppi á teningnum í
Englandi, þar sem dómarinn getur einungis ákveðið (óskilorðsbundið) fangelsi,
ef hann telur að brotið sé svo alvarlegt, að þetta refsiúrræði sé réttlætanlegt. Á
þetta sérstaklega við um ofbeldis- og kynferðisbrot, enda sé sé refsivist nauð-
synleg til þess að tryggja öryggi almennings. Einnig má nefna, að þar í landi
verða ungmenni innan 18 ára aldurs dæmd að hámarki í tveggja ára fangelsi og
þá einungis vegna mjög alvarlegra brota. Þetta gildir þó ekki um manndráp af
ásetningi, en þar er, líkt og í Skotlandi, lögskylt að dæma ævilangt fangelsi fyrir
manndráp af ásetningi, en að öðru leyti gildir þar ofangreind meginregla, þ.e.
að einu takmörkin, sem dómari er bundinn af, er hin lögboðna hámarksrefsing.
Það varð niðurstaða nefndarinnar, að áður en dómari ákvæði fangelsisrefsingu
sem viðurlög við broti, bæri honum að kanna, hvort ekki væri öðrum vægari
viðurlagaúrræðum til að dreifa, sem væru fremur við hæfi miðað við aðstæður.
2. FRESTAR ÁFRÝJUN FULLNUSTU FANGELSISREFSINGAR?
í allflestum landanna frestar áfrýjun fullnustu fangelsisrefsingar. Víða er þó
gerð undantekning á því, annars vegar, ef sakbomingi er haldið í gæsluvarð-
32