Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 39
haldi vegna þess hve brot er talið alvarlegt (t.d. Finnland, Frakkland, ísland, Lúxembúrg, Marokkó, Slóvenía og Svíþjóð), en þá kemur gæsluvarðhalds- tíminn til frádráttar refsingunni, og hins vegar þegar dómari mælir fyrir um tafarlausa fullnustu dóms (t.d. Danmörk, Finnland, Frakkland, Noregur, Marokkó og Svíþjóð). Meginreglan í Skotlandi er sú, að áfrýjun frestar ekki fullnustu, en dómara er þó heimilt að mæla fyrir um, að svo verði gert. Hið sama gildir í Englandi, nema áfrýjunardómstóll heimili tryggingu, sem venju- lega er ekki gert, nema líkindi séu til, að áfrýjun muni bera árangur. Ef fyrir- sjáanlegt er, að um langa refsivist verður að ræða, er tryggingu neitað. í Israel ákveður dómari sá, er dæmt hefur fangelsisvist, alfarið hvort áfrýjun fresti fullnustu hennar eður ei. I Kanada, Japan og Bandarikjunum er reglan sú, að áfrýjun frestar ekki fulln- ustu refsingar. í Bandaríkjunum og Japan getur áfrýjunardómstóll þó ákveðið, að dómfelldi sé látinn laus gegn tryggingu, meðan málið sætir áfrýjunarmeðferð. 3. GEGNIR DÓMARI EINHVERJU HLUTVERKI VIÐ FULLNUSTU FANGELSISREFSINGAR? Almenna reglan hjá framangreindum þjóðum er sú, að dómari gegnir engu hlutverki við fullnustu fangelsisrefsingar og algilt, að sá dómari, sem ákveðið hefur refsinguna, hafi engin afskipti af framkvæmd hennar. I nokkrum löndum er tilhögun þessara mála með öðru móti. I Liechtenstein kemur t.d. dómarinn bæði að fullnustu refsingarinnar og ákvörðun um, hvenær láta eigi dómþola lausan. I Frakklandi og Lúxembúrg fer fullnustan fram undir umsjón dómara, sem sérstaklega er skipaður til að sinna þessu hlutverki. Svipað kerfi gildir í Sviss og á Italíu. A Italíu sér lögreglan um framkvæmd fullnust- unnar undir umsjón dómara, en hann getur haft ýmis áhrif á framkvæmd hennar og t.d. breytt fangelsisrefsingu í fésekt. Á Spáni ber dómari ábyrgð á fullnustu refsingar. Þá má nefna, að í Ástralíu getur dómari breytt tímalengd fangelsis- refsinga á bilinu frá 6 mánuðum til tveggja ára, og ber fullnustunefnd að fara í einu og öllu eftir fyrirmælum hans. í Þýskalandi, þar sem almenna reglan um, að framkvæmdavaldið sjái um fullnustuna er í heiðri höfð, er það sérstaka fyrirkomulag, að fangar geta skotið ákvörðunum fangelsisyfirvalda til sérdómstóls, sem skipaður er þremur dómur- um. Rökin fyrir þessu fyrirkomulagi eru þau, að mikilvægt sé, að heimilt sé að skjóta málum fanga til sjálfstæðs dómstóls, en fyrir honum eru eingöngu rekin mál af þessu tagi. Undir þessi sjónarmið var tekið af nefndarmönnum. Að öðru leyti má t.d. nefna, að í Austurríki hefur sú regla verið tekin upp, að fangelsisrefsingum allt að 6 mánuðum er breytt í fésekt. Sama fyrirkomulag er I Liechtenstein. I Þýskalandi er ekki dæmt í fangelsi undir 6 mánuðum, en þess í stað ákveðin fésekt. Þá hefur aukinnar tilhneigingar gætt í nokkrum löndum hin síðari ár að dæma fésektir og samfélagsþjónustu, þar sem það refsiúrræði hefur verið tekið upp, í stað stuttrar refsivistar. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.