Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 58
Verjandi skal skipaður úr hópi lögmanna í umdæmi þar sem þeirra er kostur og er þá átt við héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn samkvæmt 9. og 14. gr. laga um málflytjendur nr. 61/1942. Héraðsdóms- og hæstaréttarlögmönnum er skylt að flytja þau opinberu mál sem þeim eru falin, sbr. 1. mgr. 13. gr. og 1. mgr. 18. gr. málflytjendalaganna. Þar sem lögmanna nýtur ekki við getur dómari eftir ósk sakbomings skipað honum einhvem annan löghæfan mann, ef hann telur hag sakbomings borgið í höndum slíks manns og engar sérstakar ástæður mæla því í gegn, sbr. niðurlag 2. mgr. 39. gr. oml. 3.3.3 Skipun verjanda afturkölluð Sakborningur getur alla jafna óskað eftir því, að skipun verjanda verði aftur- kölluð og að nýr verjandi verði skipaður, en þó því aðeins að ekki sé hætta á að meðferð máls tefjist af þeim sökum eða að aukinn kostnað leiði af verjanda- skiptunum, sbr. 1. mgr. 40. gr. oml. Dómari getur ennfremur afturkallað skipun verjanda og skipað nýjan veijanda í hans stað, ef hann telur að verjandinn ræki starfa sinn á óviðunandi hátt.8 Verjandinn getur krafist úrskurðar dómara um afturköllunina, sbr. niðurlag 2. mgr. 40. gr. oml., og er sá úrskurður kæranlegur til Hæstaréttar, sbr. 142. gr. oml. 4. HELSTU SKYLDUR ÁKÆRANDA OG VERJANDA VIÐ MEÐFERÐ OPINBERS MÁLS 4.1 Helstu skyldur ákæranda Lög um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 em ekki margmál um skyldur eða hlutverk ákæranda við meðferð opinbers máls fyrir dómi. Það leiðir þó af 1. mgr. 27. gr. oml. og eðli máls, að frumskylda ákærandans er ávallt sú að sjá til þess að sá sent framið hefur afbrot verði beittur lögmæltum viðurlögum. Ákærandinn hefur sem fyrr getur ákveðna hlutlægnisskyldu er hann rækir starfa sinn, en skyldan felur það í sér að ákærandanum ber að vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu eða sektar sakbomings, sbr. 31. gr. oml. Sækjanda opinbers máls ber þannig að starfa á tiltölulega hlutlægum (objektivum) og sanngjörnum grunni og honum ber að vinna sín verk með það að markmiði að mál fái rétta úrlausn. Með þessu er þó ekki sagt að ákærandinn eigi ekki að taka afstöðu í máli. Hlutlægnisskyldan á ekki að draga úr því, að sækjandi máls flytji mál sitt á sannfærandi hátt og af festu einkum ef hinn ákærði hefur fengið sér skipaðan verjanda. Ákærandinn hefur tekið ákveðna afstöðu þegar við útgáfu ákæm og hann hlýtur því að telja að meiri líkur séu á því en minni, að hinn ákærði sé sekur 8 í Hrd. 1981, bls. 41 var skipaður verjandi ákærðs manns víttur harðlega fyrir að skila ekki vöm í héraði, en málið hafði verið dómtekið án þess að vömin kæmi fram. Um þetta sagði Hæstiréttur: „Vegna vanrækslu skipaðs verjanda á að skila málsvörn bar héraðsdómara samkvæmt 2. mgr. 84. gr. laga nr. 74/1974 að skipa ákærða annan verjanda og dómtaka eigi málið fyrr en vörn hefði borist“. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.