Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 23
Samkvæmt 57. gr. almennra hegningarlaga, eins og henni var breytt með lögum nr. 22/1955, er mat um það hvort skilorðsbinda megi tildæmda refsingu alfarið lagt í vald dómstóla hverju sinni. Eru þannig engar skorður settar við skilorðsbindingu að því er varðar tegund brots eða lengd refsivistar. Svigrúm dómstóla til skilorðsbindingar takmarkast þó nokkuð af dómvenju og nægir þar að vísa til dóma í ölvunarakstursmálum. Þá er skilorðsbindingu að jafnaði ekki beitt ef dæmt er til refsivistar í lengri tíma en eitt ár. Á það jafnt við um skilorðsbindingu að hluta og í heild. Út af þessu hefur aðeins þrívegis verið brugðið eftir því sem ég best fæ séð, hið fyrsta sinn með dómi sakadóms Reykjavíkur 16. október 1986, en samkvæmt þeim dómi var fullnustu refsingar, fangelsi í 4 ár, sem 15 ára gömlum pilti var gerð vegna brots gegn 211. gr. almennra hegningarlaga frestað skilorðsbundið. Þessa niðurstöðu sakadóms staðfesti Hæstiréttur með dómi uppkveðnum 15. maí 1987 (H 1987 700). Þá var ung stúlka dæmd í Hæstarétti 26. mars 1992 (H 1992 605) til þriggja ára fangelsisvistar fyrir rán og líkamsárás sem leiddi til bana, en fullnustu á þeim hluta refsingarinnar sem eftir stóð þegar tekið hafði verið tillit til 86 daga dvalar stúlkunnar á Unglingaheimili ríkisins frestað skilorðsbundið í þrjú ár. Síðasti dómurinn sem hér um ræðir var kveðinn upp í Hæstarétti 28. janúar 1993 (H 1993 147), en með honum var fullnustu 16 mánaða fangelsisrefsingar frestað skilorðsbundið í heild sinni. í því máli var ákærði sakfelldur fyrir umfangs- mikið fíkniefnabrot en vegna aðstæðna hans og óhæfilegs dráttar sem orðið hafði á meðferð málsins var skilorðsbindingu beitt.2 Með 9. gr. laga nr. 101/1976, sem varð 57. gr. a almennra hegningarlaga, var lögfest heimild til þess að dæma það sem kallað hefur verið blandaðir skilorðs- dómar. Lagarökin að baki þessari tilhögun voru meðal annars þau, að þessi skipan myndi stuðla að auknum vamaðaráhrifum gagnvart dómþola án þess að dómi þyrfti að fylgja fullur refsiþungi. Skapaði lögleiðing þessa úrræðis svig- rúm til þess að skilorðsbinda að hluta refsingu fyrir brot sem ella hefði orðið óskilorðsbundin með öllu. Ákvæðinu, sem verður að teljast hin ágætasta réttar- bót, hefur verið beitt í umtalsverðum fjölda mála á síðari árum. Könnun mín gefur þó tilefni til að ætla að beiting ákvæðisins takmarkist að stóram hluta við refsivistardóma og að heimild til þess að dæma fésekt samhliða skilorðsbund- inni refsivist sé lítið notuð. Þessi ályktun mín kann þó að vera röng og vel má vera að beiting þessa úrræðis samkvæmt dómum héraðsdómstóla sé algengari en lestur minn á dómasafni Hæstaréttar gefur tilefni til að ætla.3 2 Vert er að benda í þessu samhengi á dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 24. nóvember 1995 í málinu nr. S-789/1995. Mál þetta varðaði tollalagabrot í tengslum við innflutning á frönskum kartöflum. Var ákærða gert að sæta fangelsi í 24 mánuði, en fullnustu 21 mánaðar af refsivistinni frestað skilorðsbundið í 2 ár frá dómsuppsögu. Var skilorðsbindingu beitt vegna dráttar sem orðið hafði á rannsókn málsins fram að útgáfu ákæru. 3 Nefna má þrjá dóma þar sem þessi refsikostur var valinn: H 1993 301, H 1994 777 og hæstaréttardóm frá 12. október 1995 í málinu nr. 239/1995. í öllum dómunum var við refsiákvörðun vísað til 2. mgr. 57. gr. a almennra hegningarlaga. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.