Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 57
Dómara er þó heimilt að skipa manni verjanda, þótt hann hafi ekki óskað þess og jafnvel þótt hann hafi lýst sig andvígan slíkri skipun, ef ákærði er sérstaklega sljór eða skilningslítill, haldinn annmörkum sem torvelda skynjun hans eða ef vafi leikur á um sakhæfi hans, sbr. 2. mgr. 35. gr. oml. Leiki vafi á því hvort atgervi ákærðs manns sé með þeim hætti, sem að framan var lýst, er dómara sennilegast rétt að skipa honum verjanda.6 Oski ákærður maður eftir því að honum verði skipaður verjandi við þingfest- ingu máls eða síðar undir meðferð þess, þá er dómara skylt að verða við þeirri ósk, sbr. b-lið 1. mgr. 34. gr. oml. Réttur sakbomings er við þessar aðstæður skilyrðislaus lágmarksréttur og óháður því hvort sakbomingurinn er fær um að greiða verjandanum þóknun fyrir starfann eða ekki, sbr. c-lið 3. mgr. 6. gr. Mann- réttindasáttmála Evrópu, en samningurinn öðlaðist lagagildi hér á landi með lögum nr. 62/1994. Dómara er ennfremur skylt að skipa ákærðum manni verjanda, hvort sem hann óskar þess eða ekki, ef mál hans sætir aðalmeðferð samkvæmt 128.-130. gr. oml., nema ákærði hafi sjálfur valið sér talsmann samkvæmt 37. gr. oml. eða hyggist flytja mál sitt sjálfur, enda sé hann til þess hæfur að mati dómara, sbr. 2. mgr. 34. gr. oml. Dómari skal, þegar lögskylt er eða heimilt að skipa sakbom- ingi verjanda, vekja athygli hans á þeim rétti, sbr. 1. mgr. 38. gr. oml. 3.3.2 Hverjir verða skipaðir verjendur í opinberum málum Aður en dómari skipar verjanda skal hann gefa sakbomingi eða lögráðamanni hans kost á að benda á löghæfan mann til að fara með starfa verjanda og skal dómari að jafnaði fara eftir vilja sakbomings eða lögráðamanns í þeim efnum, nema því aðeins að uggvænt þyki að hann muni hindra rannsókn málsins með ólögmætum hætti, sbr. 2. mgr. 38. gr. oml.7 Hafi manni verið skipaður verjandi á rannsóknarstigi helst sú skipun gjarnan áfram eftir útgáfu ákæm, en það er þó alls ekki sjálfgefið. 6 I Hrd. 1991, bls. 1876 fann Hæstiréttur að því með eftirgreindum orðum, að ákærðri konu hafði ekki verið skipaður réttargæslumaður við rannsókn máls hennar: „Það athugast, að með hliðsjón af andlegu ástandi ákærðu, sem svipt var sjálfræði með úrskurði bæjarþings Reykja- víkur 13. desember 1989, hefði verið rétt að skipa henni réttargæslumann við yfirheyrslur hjá rannsóknarlögreglu ríkisins,...“. 7 I Hrd. 1980, bls. 946 reyndi á það álitaefni hvort dómara væri skylt að fara að vilja ákærða við skipun veijanda. Atvik voru þau, að við þingfestingu máls fyrir sakadómi óskaði ákærð kona eftir því að eiginmaður hennar, nafngreindur hæstaréttarlögmaður, yrði skipaður verjandi hennar. Dómarinn hafnaði beiðni hennar með þeim rökum, að hann gæti ekki skipað lögmanninn veijanda hennar þar sem hann hefði lagt fram kæru hjá Lögmannafélagi fslands á hendur lögmanninum vegna ósæmilegra ummæla í hans garð í símtali daginn áður. Ákærða skaut þessari ákvörðun dómarans til Hæstaréttar, sem felldi ákvörðunina úr gildi með þeim rökum, að utanréttardeilur dómarans og hæstaréttarlögmanns þess, sem ákærða óskaði eftir sem verjanda, þætm, eins og á stóð, ekki eiga að valda því, að heimilt væri að neita að skipa hæstaréttarlögmanninn veijanda ákærðu að ósk hennar. Sjá hér einnig Hrd. 1989, 885 og 892, sem varða rétt hæstaréttarlögmanns tii að veija sig sjálfur. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.