Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 37
Helgi I. Jónsson er héraðsdómari
í Héraðsdómi Reykjavíkur
Helgi I. Jónsson:
FANGELSISREFSINGAR í ALÞJÓÐLEGU
SAMHENGI1
INNGANGUR
Á ársþingi Alþjóðasambands dómara (Intemational Association of Judges)
1995, sem haldið var í Túnisborg, átti ég sæti í nefnd þeirri, er fjallar um opinber
mál (Criminal Law). Að þessu sinni var umræðuefnið fangelsisrefsing (Imprison-
ment). Mun hér á eftir verða í stuttu máli gerð grein fyrir helstu niðurstöðum
nefndarinnar og viðhorfum annarra þjóða til ýmissa atriða, sem efnið varða.
Auk íslands tóku eftirtalin lönd þátt í nefndarstarfinu: Austurríki, Bandarrkin
(New York), Belgía, Brasilfa, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Holland,
Irland, ísrael, ítalfa, Japan, Kanada, Portúgal, Liechtenstein, Lúxembúrg,
Marokkó, Noregur, Rúmenía, Senegal, Skotland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn,
Sviss, Svíþjóð og Túnis.
Áður en til þingsins kom höfðu þátttökulönd skilað skýrslu um viðfangsefnið
og í því sambandi gert grein fyrir eftirtöldum álitaefnum:
1. Hverjar eru þær takmarkanir, sem dómari er að lögum bundin af við ákvörð-
un fangelsisrefsingar?
2. Frestar áfrýjun fullnustu refsingar?
3. Gegnir dómari einhverju hlutverki við fullnustu refsingar?
4. Er dómþoli látinn laus áður en refsitíminn er liðinn?
5. Hvert er refsihámark eftirtalinna brotategunda og hver er dæmigerð refsing
við þeim:
a) Manndráp b) nauðgun c) innbrotsþjófnaður í heimahús að næturlagi
d) dreifing á 1 kg af heróíni?
1 Grein þessi er samstofna erindi sem höfundur flutti á Dómsmálaþingi 1995.
31