Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 64
Munnlegur málflutningur fer alla jafna fram að loknum yfirheyrslum yfir vitnum. Ákærandinn talar fyrst, setur fram kröfur af hálfu ákæruvalds, reifar málavexti, gerir grein fyrir sönnunarfærslu ákæruvaldsins og heimfærslu brots ákærða til refsiákvæða og að síðustu gerir hann grein fyrir þeim sjónarmiðum, sem ákæruvaldið telur að taka beri mið af við ákvörðun refsingar í málinu. Þegar ákærandinn hefur talað tekur ákærði eða skipaður verjandi hans til máls. Verjandinn setur fram kröfur af hálfu ákærða, færir eftir atvikum fram rök fyrir því að sönnunarfærsla ákæruvaldsins sé ósannfærandi eða jafnvel tor- tryggileg (gjaman orðað þannig að hlutverk verjandans gangi út á að „sá fræ- kornum efans“), setur fram aðfinnslur varðandi heimfærslu brots til refsi- ákvæða, telji hann ástæðu til, og reifar að lokum þau sjónarmið sem hann telur að komi skjólstæðingi hans til góða við útmælingu refsingar, verði refsing á annað borð dæmd. Ákærandanum er heimilt að flytja svarræðu við ræðu ákærða eða verjanda hans og verjandanum er eftir atvikum heimilt að flytja svarræðu við seinni ræðu ákærandans. Ákærði hefur einnig rétt til að ávarpa dóminn að loknurn ræðunt málflytjendanna, hafi ákærði fengið sér skipaðan verjanda, sbr. niðurlag 4. mgr. 129. gr. oml. Að því loknu er málið tekið til dóms. Þar með lýkur að mestu afskiptum ákæranda og verjanda af meðferð opinbers máls fyrir héraðsdómi, en þeir mæta þó jafnan við uppsögu dóms í málinu, sbr. 133. gr. oml., sbr. 4. gr. laga nr. 37/1994. í framhaldi af uppkvaðningu dóms er svo tekin ákvörðun um það hvort efni og ástæður séu til áfrýjunar dómsins eða ekki, en um áfrýjun opinberra mála fer eftir XVIII. kafla oml., sbr. breytingu á ákvæðum þess kafla með lögum nr. 37/1994. 6. FLUTNINGUR OPINBERRA MÁLA FYRIR HÆSTARÉTTI Meðferð opinberra mála fyrir Hæstarétti er með nokkuð öðrum hætti en meðferð slíkra mála fyrir héraðsdómi. Líkist meðferðin á margan hátt meðferð einkamála fyrir réttinum samkvæmt lögum nr. 91/1991, sbr. t.a.m. 163. gr. oml., sbr. 20. gr. laga nr. 37/1994. Mál eru að jafnaði munnlega flutt fyrir Hæstarétti, en hvor aðila um sig á þess kost að skila skriflegri greinargerð til réttarins, sbr. 155. gr. oml., sbr. 15. gr. laga nr. 37/1994. Munnleg sönnunarfærsla fer almennt ekki fram fyrir Hæsta- rétti, en rétturinn getur þó ákveðið, að slík sönnunarfærsla skuli fara fram, telji hann að hennar sé þörf, sbr. 3. mgr. 157. gr. oml., sbr. 17. gr. laga nr. 37/1994. í málflutningi fyrir Hæstarétti skulu málflytjendur gera grein fyrir þeim atriðum í niðurstöðum héraðsdóms, sem leitað er breytinga á, kröfum í þeim efnum og röksemdum fyrir þeim. Málflytjendur skulu forðast málalengingar og beina mál- flutningi sínum að þessum atriðum einum, ásamt nauðsynlegri frásögn af öðru, sem þarf samhengis vegna, sbr. 2. mgr. 158. gr. oml., sbr. 18. gr. laga nr. 37/1994. Að loknum málflutningi tekur Hæstiréttur málið til dóms, sbr. 4. mgr. 158. gr. oml., sbr. 18. gr. laga nr. 37/1994. Um efni dóma Hæstaréttar er nánar fjallað í 159. gr. oml., sbr. 19. gr. laga nr. 37/1994. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.