Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Side 34
Á árinu 1994 bárust Fangelsismálastofnun ríkisins til fullnustu samtals 217 ár og 5 mánuðir samkvæmt 449 óskilorðsbundnum refsidómum. Þeim hefur fjölgað mikið á seinni árum og samanlagður refsitími lengst. Ekki er óvarlegt að álykta að 2/3 hlutar þessa refsitíma sé í raun afplánaður í fangelsi. Þriðjungur er eftirgefinn aðallega með skilorðsbundinni reynslulausn sem dómþolar standast. Eftir standa því 145 ár. Afplánunarrými í landinu hefur nú á síðustu misserum verið fyrir rúmlega eitt hundrað fanga þannig að ef þetta eina ár er eingöngu haft til viðmiðunar hefði þurft um 40 fangapláss til viðbótar til þess að geta fullnustað alla þessa refsidóma. Það gefur því auga leið að fjölgað hefur á boðunarlistum fangelsismálastofnunar. Fangelsismálayfirvöld hafa brugðist við með tvennum hætti. í fyrsta lagi er verið að taka í notkun nýtt fangelsi að Litla Hrauni nú þessa dagana og við það mun fangarými aukast um 35 pláss. Einnig stendur til að reisa nýtt fangelsi í Reykjavík til að leysa af hólmi gamlar og úreltar fangelsisbyggingar, en ekki hefur enn verið ákveðið hversu marga fanga það muni hýsa né heldur hvenær það geti komist í gagnið. í öðru lagi höfum við reynt að fara nýjar leiðir og nýta m.a. heimild í 11. gr. laga nr. 48/1988 um fangelsi og fangavist um vistun dómþola á sjúkrahúsi eða annarri stofnun þar sem hann nýtur meðferðar eða forsjár. Frá árinu 1990 hefur tæplega 90 föngum verið heimilað að Ijúka síðustu vikum afplánunar í vímu- efnameðferð hjá SÁÁ. Þetta úiTæði er bæði einfalt og skynsamlegt og kostar þar að auki mun minna en afplánun í fangelsi gerir. I lok árs 1994 var gerður þjónustusamningur á milli félagasamtakanna Verndar og fangelsismálastofnunar þess efnis að sérstaklega valdir fangar gætu afplánað hluta af dómum sínum á áfangaheimili samtakanna hér í Reykjavík og stundað þaðan vinnu. Yfirleitt er hér um að ræða 1-4 mánuði og greiða dóm- þolar 30.000 kr. á mánuði fyrir húsnæði og fæði eins og aðrir heimilismenn. Ströng skilyrði eru sett fyrir slíkri vistun og hefur 28 föngum þegar verið heimilað að ljúka þar afplánun á þessu ári. Sjaldgæft er að menn rjúfi þau skil- yrði sem sett eru og enginn hefur enn rofið skilyrði með nýju afbroti. Þá tóku lög um samfélagsþjónustu gildi þann 1. júlí 1995. Um það efni hefur verið fjallað ítarlega hér á undan. I stuttu máli sagt er ég á þeirri skoðun að nýjar refsileiðir eigi sífellt að vera til skoðunar. Reynsla okkar af þeim, þótt takmörkuð sé og lítt rannsökuð enn sem komið er, virðist ágæt. Slík úrræði geta líka sparað mikla fjármuni ef rétt er á málum haldið. Áður hefur verið minnst á að áætlaður kostnaður við hvem fanga á mánuði er u.þ.b. kr. 250.000. Um nokkurt skeið hafa 8 fangar verið í afplánun á áðumefndu áfangaheimili félagasamtakanna Vemdar. Ef þetta er reiknað út á ársgrundvelli þá sparast hvorki meira né minna en 24 milljónir á ári. Fyrirhugað er að þeir geti orðið allt að 10 og sparnaður fangelsiskerfísins þar af leiðandi 30 milljónir. Fjárframlög til Vemdar hafa ekki verið aukin þrátt fyrir þetta. Ég held líka að það sé býsna langsótt skýring þegar menn halda því fram að almenn vamaðaráhrif refsinga beri skaða af slíkum leiðum. Það er að vísu önnur umræða. 28

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.