Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 34
Á árinu 1994 bárust Fangelsismálastofnun ríkisins til fullnustu samtals 217 ár og 5 mánuðir samkvæmt 449 óskilorðsbundnum refsidómum. Þeim hefur fjölgað mikið á seinni árum og samanlagður refsitími lengst. Ekki er óvarlegt að álykta að 2/3 hlutar þessa refsitíma sé í raun afplánaður í fangelsi. Þriðjungur er eftirgefinn aðallega með skilorðsbundinni reynslulausn sem dómþolar standast. Eftir standa því 145 ár. Afplánunarrými í landinu hefur nú á síðustu misserum verið fyrir rúmlega eitt hundrað fanga þannig að ef þetta eina ár er eingöngu haft til viðmiðunar hefði þurft um 40 fangapláss til viðbótar til þess að geta fullnustað alla þessa refsidóma. Það gefur því auga leið að fjölgað hefur á boðunarlistum fangelsismálastofnunar. Fangelsismálayfirvöld hafa brugðist við með tvennum hætti. í fyrsta lagi er verið að taka í notkun nýtt fangelsi að Litla Hrauni nú þessa dagana og við það mun fangarými aukast um 35 pláss. Einnig stendur til að reisa nýtt fangelsi í Reykjavík til að leysa af hólmi gamlar og úreltar fangelsisbyggingar, en ekki hefur enn verið ákveðið hversu marga fanga það muni hýsa né heldur hvenær það geti komist í gagnið. í öðru lagi höfum við reynt að fara nýjar leiðir og nýta m.a. heimild í 11. gr. laga nr. 48/1988 um fangelsi og fangavist um vistun dómþola á sjúkrahúsi eða annarri stofnun þar sem hann nýtur meðferðar eða forsjár. Frá árinu 1990 hefur tæplega 90 föngum verið heimilað að Ijúka síðustu vikum afplánunar í vímu- efnameðferð hjá SÁÁ. Þetta úiTæði er bæði einfalt og skynsamlegt og kostar þar að auki mun minna en afplánun í fangelsi gerir. I lok árs 1994 var gerður þjónustusamningur á milli félagasamtakanna Verndar og fangelsismálastofnunar þess efnis að sérstaklega valdir fangar gætu afplánað hluta af dómum sínum á áfangaheimili samtakanna hér í Reykjavík og stundað þaðan vinnu. Yfirleitt er hér um að ræða 1-4 mánuði og greiða dóm- þolar 30.000 kr. á mánuði fyrir húsnæði og fæði eins og aðrir heimilismenn. Ströng skilyrði eru sett fyrir slíkri vistun og hefur 28 föngum þegar verið heimilað að ljúka þar afplánun á þessu ári. Sjaldgæft er að menn rjúfi þau skil- yrði sem sett eru og enginn hefur enn rofið skilyrði með nýju afbroti. Þá tóku lög um samfélagsþjónustu gildi þann 1. júlí 1995. Um það efni hefur verið fjallað ítarlega hér á undan. I stuttu máli sagt er ég á þeirri skoðun að nýjar refsileiðir eigi sífellt að vera til skoðunar. Reynsla okkar af þeim, þótt takmörkuð sé og lítt rannsökuð enn sem komið er, virðist ágæt. Slík úrræði geta líka sparað mikla fjármuni ef rétt er á málum haldið. Áður hefur verið minnst á að áætlaður kostnaður við hvem fanga á mánuði er u.þ.b. kr. 250.000. Um nokkurt skeið hafa 8 fangar verið í afplánun á áðumefndu áfangaheimili félagasamtakanna Vemdar. Ef þetta er reiknað út á ársgrundvelli þá sparast hvorki meira né minna en 24 milljónir á ári. Fyrirhugað er að þeir geti orðið allt að 10 og sparnaður fangelsiskerfísins þar af leiðandi 30 milljónir. Fjárframlög til Vemdar hafa ekki verið aukin þrátt fyrir þetta. Ég held líka að það sé býsna langsótt skýring þegar menn halda því fram að almenn vamaðaráhrif refsinga beri skaða af slíkum leiðum. Það er að vísu önnur umræða. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.