Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 45
Ingibjörg Benediktsdóttir er héraðsdómari
í Héraðsdómi Reykjavíkur
Ingibjörg Benediktsdóttir:
STJÓRN ÞINGHALDS, SÓKN OG VÖRN í
OPINBERUM MÁLUM1
L
Það nýmæli varð við setningu laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála
að sækjanda í opinberu máli skal vera viðstaddur öll þinghöld, sbr. 123. gr.
laganna, en þar segir að máli verði ekki lokið og skýrslur ekki teknar ef ákær-
andi sækir ekki þing. Ber dómara samkvæmt ákvæðinu að þingfesta málið og
ákveða nýtt þinghald, ef þingsókn fellur niður af hálfu ákæruvalds. Nýmælið er
í samræmi við þá þróun að hverfa að mestu frá rannsóknarréttarfari, þar sem
dómarinn er í senn rannsóknarmaður, ákærandi og dómari, yfir í ákæruréttarfar,
þar sem dómarinn er hlutlaus aðili, en ákærandi flytur málið gegn hinum
ákærða. 12. mgr. 123. gr. er þó undantekningarákvæði, sem heimilar dómara að
ljúka máli þrátt fyrir fjarveru ákæranda. Er það í þeim tilvikum ef ákærði kemur
fyrir dóm og skilyrði eru til að ljúka málinu með viðurlagaákvörðun eða
samkvæmt 125. gr. laganna. Er dómara þá heimilt að ljúka málinu, þrátt fyrir
fjarveru saksóknara, enda hafi hann mætt við þingfestingu málsins. Ekki er mér
kunnugt um að í framkvæmd hafi þessu ákvæði verið beitt, enda mæta
sækjendur undantekningarlaust í þau þinghöld, sem þeir hafi verið boðaðir til,
því þinghöld eru ákveðin í samráði við þá.
1 Grein þessi er samstofna erindi sem höfundur flutti á Dómsmálaþingi 1995.
39