Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 43
6. ER ÆSKILEGT AÐ MEIRA SAMRÆMI í REFSINGUM NÁIST
MILLI LANDA OG EF SVO VERÐUR TALIÐ, HVERNIG ER ÞÁ
MÖGULEGT AÐ KOMA ÞVÍ TIL LEIÐAR?
Mjög mismunandi skoðanir voru uppi um þetta álitaefni. Nokkrir fulltrúar
(Danmörk, England, Frakkland, Holland, írland, ísland, Liechtenstein, Marokkó,
Slóvakía og Spánn) töldu æskilegt, að meiri samræmingu yrði náð í refsingum
milli landa en nú er, sérstaklega með tilliti til skipulagðrar alþjóðlegrar glæpa-
starfsemi, svo sem fjársvika og fíkniefnadreifingar. Var lögð áhersla á, að slík
samræming myndi hamla gegn svonefndum „glæpatúrisma“ (criminal tourism),
en alþjóðlegir brotamenn leita vissulega frekar til landa, þar sem refsingar eru
hvað vægastar. Sem dæmi um, hvernig unnt væri að ná fram samræmingu, voru
nefnd skoðanaskipti milli dómara á alþjóðavettvangi, t.d. í Evrópuráðinu og hjá
Sameinuðu þjóðunum.
Sumir þátttakendumir (Kanada, Skotland, Finnland, Ítalía, Japan, Lúxembúrg
og Bandaríkin) töldu ekki mögulegt að ná fram slrkri samræmingu, þar sem
refsingar fyrir sama brot séu svo mismunandi milli landa vegna sérstakra þjóð-
félagsaðstæðna í hverju þeirra. Þá sé mjög óraunhæft, að slíku samræmi verði
náð milli þjóða, þegar litið sé til þeirrar staðreyndar, að meira að segja innan
sama lands séu refsingar mjög mismunandi. Þá vom nokkrir fulltrúanna á því,
að þetta væri hreinlega ekki æskilegt.
NIÐURSTÖÐUR OG HUGLEIÐINGAR
Athyglisvert er, að í löndum þeim, sem byggja á svonefndu „Common Law“
kerfi er meginreglan sú, að áfrýjun frestar ekki fullnustu refsingar. Þá eru
skilorðsdómar mun fátíðari í þessum löndum en hérlendis. Einnig var athyglis-
vert, að dómarar í nokkmm löndum, sem em með sömu eða svipaða réttar-
skipan og við, t.d. Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, geta mælt fyrir um
að dómum þeirra skuli tafarlaust fullnægt. Tel ég að við þyrftum að skoða þetta
nánar og má í því sambandi nefna að telja verður eðlilegt, að héraðsdómari geti
mælt fyrir um að dómi yfir síbrotamanni skuli fullnægt þegar í stað, en alkunna
er, að talsvert hefur borið á því, að dómum sé áfrýjað nánast eingöngu í þeim
tilgangi að kaupa einhvern frest. Mætti ætla, að úrræði sem þetta hamlaði gegn
tilefnislausum áfrýjunum og verður eigi séð, að nein hætta ætti að vera á
sakarspjöllum, þar sem Hæstiréttur hefur afgreitt opinber mál með mjög
skilvirkum hætti síðastliðin ár.
Þá vakti það athygli, að dómarar eru sumstaðar að velta því fyrir sér í alvöru
að dæma í þyngri refsingu í ljósi þeirrar staðreyndar, að þeir vita að hinn dæmdi
verður hvort eð er látinn laus löngu áður en refsitíminn er liðinn.
Varðandi refsihæð virðumst við fylgja hinum Norðurlöndunum að málum og
vera í vægari kantinum. Fyrir manndráp af ásetningi eru refsingar hérlendis ívið
hærri en á hinum Norðurlöndunum. I nauðgunardómum er svipuð refsihæð
hérlendis og í Noregi og Finnlandi, hún er hins vegar hærri hér en í Danmörku,
37