Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 12
Fyrirbærið refsingar er þeirrar náttúru að það virðist áleitnara meðal alls almennings en gengur og gerist með önnur viðlíka viðfangsefni sem ætla mætti að skipi sama sess í hugum fólks. Allur þorri þess virðist hafa ákveðnar skoðanir á refsingum, - til hvers þær séu og hvað réttlæti þær. Þarna gefur að líta nokkuð fjölbreytta flóru hugmynda, þótt ákveðna meginstrauma sé þar að finna eins og vænta má. Það sætir nokkrum undrum að óvíða í umfjöllun um siðferðileg málefni er að fínna viðlíka draugagang afturgenginna hugmynda og þegar umræðan um refsingar skýtur upp kollinum. Þar virðist engu breyta að ótiltekinn fjöldi fræðimanna, hvort sem er úr röðum lögfræðinga, heimspekinga eða annarra, hefur í gegnum tíðina hrakið nánast allar svokallaðar réttlætingar fyrir því að refsingum skuli beitt í samfélagi manna. Rétt eins og refsingar eru staðreynd í samfélagi okkar, þrátt fyrir að mannskepnunni gangi brösulega að finna þeim réttlætingu, þá lifa fallnar kenn- ingar um gildi þeirra góðu lífi meðal almennings. Að hætti heimspekings þá mun ég nú reyna að varpa ljósi á meginatriðin í greiningu heimspekinnar á viðfangsefninu refsingar. Síðan mun ég leitast við að skýra tvær dæmigerðar kenningar sem litið hafa dagsins ljós þeim til rétt- lætingar. Þetta geri ég, þó ekki væri nema til þess að reyna að skilja lífsseiglu þeirra. Ég mun síðan leiða að því rök að lífsseigla þeirra sé höfuðástæðan fyrir því að refsingar eru það vandamál sem raun ber vitni í samfélagi okkar. Ég vil byrja á því að tíunda einstök atriði sem skýra við hvað er átt þegar talað er um refsingar. Auk þess vil ég nefna til einstaka minnisþætti sem vert er að hafa í huga sé tilraun gerð til þess að móta skoðun á eðli refsinga og réttlætingu þeirra: I fyrsta lagi þá er það samkenni refsinga að þær eru óvelkomnar þeim sem he<mt er. Ef svo væri ekki þjónuðu þær vart tilgangi sínum. I öðru lagi er refsing því aðeins refsing að hún sé fyrir afbrot, þótt ekki sé augljóst að sá sem refsað er verði að vera sekur. I þriðja lagi verður refsing að vera verk persónulegra afla, að því leyti að einhver verður að hafa ákveðið refsinguna. I fjórða lagi verður refsandinn að hafa rétt til þess að refsa. Þótt maður hafi gert eitthvað rangt, getur ekki hver sem er áskilið sér rétt til þess að refsa.2 Allar almennar refsingar eru þess eðlis að afbrotamaðurinn tekur út refsingu í stað þess verknaðar er hann hefur unnið. Sá sem refsað er verður ekki refsað fyrir afbrot sitt nema einu sinni og viðurkenning samfélagsins á endurheimtri æru hans felst í afplánun refsingarinnar að henni lokinni. Sérhvert samfélag 2 Heimspekingar hafa margir hverjir lagt mikið undir við að skilgreina hugtakið refsing. Páll S. Ardal hefur öðrum Islendingum frentur skrifað uni refsingar frá sjónarhóli heimspekinnar. Ahugasömum til glöggvunar vil ég hér vísa til greinar hans „Um refsingar" sem birtist í Skími 1963 en þar fjallar hann ítarlegar um skilgreiningarvandann en ég geri hér. Eg styðst líka í veigamiklum atriðum við greiningu hans á helstu stefnum og straumum er fram hafa komið um réttlætingu refsinga. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.