Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 31
Lengd refsivistar hlýtur líka ávallt að vera afstæð frá einum tíma til annars og frá einu þjóðfélagi til annars. Það hefur stundum verið bent á að í vestrænu nútíma þjóðfélagi sé frá mun meiru að hverfa við innilokun í fangelsi heldur en fyrr á tímum. Einfaldlega vegna þess að almennt séð hefur fólk það betra. Við getum alla vega sagt að flóra lífsins sé fjölbreyttari í dag en áður var. Á móti kemur þó að aðbúnaður fanga hefur batnað nokkuð. En hvað er svo eiginlega það sem er þungt við refsivistina? Það fer að sjálf- sögðu m.a. eftir því við hvað er miðað. Eins og menn vita er refsivist tiltölulega nýtt fyrirbæri í mannkynssögunni. I Evrópu fara menn ekki að nota fangelsi almennt sem refsingu fyrr en um aldamótin 1600. Fram að þeim tíma voru mest notaðar ýmiss konar lrkamsrefsingar og fésektir. I lögum Karls IX frá 1608 er hið gamla þekkta hefndarsjónarmið alls ráðandi. „Sál fyrir sál. Auga fyrir auga. Tönn fyrir tönn. Hönd fyrir hönd. Fótur fyrir fót“. í nútíma refsirétti og lögum tökum við tíma frá sakborningum. Til þess að setja þetta upp í sömu formúluna má segja að nú sé tekinn einn mánuður fyrir tönn, eitt ár fyrir auga. I konunglegri norskri tilskipun frá 16. október 1697 um refsingu fyrir gróft manndráp segir eftirfarandi: „Hinum seka skal refsað miskunnarlaust þannig að hann skal klipinn með glóandi töngum fyrst fyrir utan það hús eða á þeim stað þar sem verknaðurinn er framinn. Ef verknaður er framinn í kaupstað skal sá seki klipinn á öllum torgum, ef verknaðurinn er framinn út í sveit þá skal hann klipinn þrisvar sinnum á milli verknaðarstaðarins og aftökustaðarins og að lok- um á aftökustaðnum sjálfum. Hægri hönd hans skal svo höggvin af honum lifandi með öxi og þar á eftir höfuðið“. Ef verknaðurinn var mjög grófur var refsingin þyngd. Refsingar hérlendis voru á svipuðum nótum. Að vísu gekk stundum illa hér á Fróni að framfylgja því ákvæði laganna að menn skyldu klipnir með glóandi töngum þrisvar sinnum á leið til aftökustaðarins. Erfitt veðurfar og skortur á eldivið áttu þar helst sök á. Tangimar vildu stundum hitna illa og holdið sviðn- aði því varla nóg að því er sumum fannst. Sumum kann að finnast að hér sé farið of langt aftur í tímann í samanburðarfræðunum. Þeim vil ég hins vegar benda á að kynna sér lög og reglur sem í gildi eru í dag um aftökur í sumum fylkjum Bandarrkjanna. Þar er einnig farið mjög nákvæmlega yfir aftökuna sjálfa frá upphafi til enda, þó ekki til að auka á pínuna. í norskum refsilögum frá 25. október 1815 þar sem verið er að færa refsingu frá líkamsrefsingum til fangelsisvistar segir m.a: „Lífstíðar fangelsi skal kom í stað afhöggvinna tveggja fingra. I stað afhöggvinnar handar skal koma 10 ára fangelsi. I stað stungu í gegn um höndina þar sem rista skal út á milli fingranna skal koma tveggja ára fangelsi og í stað einfaldrar stungu gegn um höndina skal koma eins árs fangelsi“.2 2 Menn geta hér furðað sig á því að tveir fingur skyldu metnir til lífstíðarfangelsis en heil hönd einungis til tíu ára fangelsis, en skýringin mun vera sú að missir tveggja fingra var hefðbundin refsing fyrir falskan vitnisburð og löggjafanum þótti slíkur verknaður grófari en hefðbundin fölsun sem áður hafði leitt til þess að hönd var höggvin af. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.