Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 26
hið nýja brot hefur verið framið áður en skilorðsdómur gekk. Heimilt er þó samkvæmt ákvæðinu ef sérstaklega stendur á að láta skilorð haldast og dæma sér í lagi óskilorðsbundna refsingu fyrir hið nýja brot. Ella tekur dómarinn bæði málin til meðferðar og dæmir þau í einu lagi. Heimilt er að hafa þann dóm skilorðsbundinn. í niðurlagi ákvæðisins segir síðan að sé refsing dæmd (ekki er beitt skilorðsbundinni frestun á ákvörðun refsingar) skuli tiltaka hana eftir reglum 77. gr. laganna hafi hið nýja brot verið framið eftir uppsögu héraðsdóms í upphaflega málinu, en eftir reglum 78. gr. þeirra hafi hið nýja brot verið fyrr framið. Samkvæmt 2. mgr. 57. gr. téðra laga er upphaf skilorðstíma ákveðið í dómi hverju sinni. Sýnist almennt vera tíðkað að miða upphafstíma skilorðs við uppkvaðningu dóms þó að þess sjáist einnig dæmi að hann miðist við dóms- birtingu. Ég hygg að lengi vel hafi sá skilningur verið uppi, væri upphaf skil- orðstíma á annað borð miðað við dómsuppkvaðningu, að nýtt brot fæli í sér skilorðsrof ef það væri framið eftir uppkvaðningu skilorðsdómsins og þá óháð því hvort búið væri að birta hann við framningu nýja brotsins. í þessu var einnig talið felast að tiltaka bæri refsingu samkvæmt seinni dóminum með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga. Tveir nýlegir dómar Hæstaréttar ganga hins vegar í aðra átt. Skal þar fyrst nefndur H 1994 2854. í því máli var til umfjöll- unar brot sem ákærði hafði framið eftir að kveðinn hafði verið upp yfir honum skilorðsbundinn dómur í öðru opinberu máli. Var sá dómur kveðinn upp 21. desember 1992, en hann ekki birtur ákærða fyrr en 16. janúar 1993.1 dómsorði þess dóms var kveðið á um það að ákærði skyldi sæta 3 mánaða fangelsi en fresta bæri fullnustu þeirrar refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins. í nefndum hæstaréttardómi segir svo þegar kemur að ákvörðun refsingar ákærða vegna seinna brotsins: Brot ákærða var framið eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur 21. desember 1992 í öðru opinberu máli yfir honum og sex öðrum mönnum. Sá dómur var hins vegar ekki birtur ákærða fyrr en 16. janúar 1993 og þar með eftir að brot það, sem hér er til úrlausnar, var framið. Lýsti hann þá yfir að hann myndi una dóminum, en samkvæmt honum var ákærða gert að sæta fangelsi í þrjá mánuði skilorðsbundið. Með því að birting dómsins hafði ekki farið fram verður ekki lagt til grundvallar, að háttsemi sú sem ákærði hefur nú gerst sekur um, hafi falið í sér skilorðsrof. Verður refsing ákærða ákveðin með hliðsjón af meginreglu 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. í sömu átt hnígur H 1993 248.15 Samkvæmt þessum dómum miðast því skilorðsrof og mat á því hvort ákvarða beri refsingu í nýju dómsmáli eftir reglum 77. eða 78. gr. almennra hegningarlaga alfarið við birtingu skilorðs- dóms og þá án tillits til þess hvort upphaf skilorðstíma samkvæmt honum sé miðað við uppkvaðningu hans. Þessi skilningur leiðir til þeirrar niðurstöðu, að það haft einvörðungu þýðingu að miða upphaf skilorðstíma við dómsupp- kvaðningu ef dómfelldi er viðstaddur hana. Er sú niðurstaða eðlileg f ljósi þess að skynsemisrök mæla gegn því að nýtt brot feli í sér skilorðsrof ef sakbomingi er ekki kunnugt um skilorðsdóminn. Þá er í 57. gr. almennra hegningarlaga 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.