Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 75

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 75
Seinni dagur dómsmálaþings hófst með fyrirlestri Guðmundar Þórs Guð- mundssonar lögfræðings sem hann nefndi: Um samfélagsþjónustu. Samfélagsþjónusta er nýmæli um fullnustu refsinga. Lög um samfélags- þjónustu voru sett 29. aprfl 1994. Guðmundur kvað þá dómþola sem fullnægðu skilyrðum laganna geta unnið að ákveðnum verkefnum í þágu þjóðfélagsins og komið að gagni meðan þeir afplánuðu refsingu sína. Hann kvað dómþola vera undir stöðugu eftirliti og um væri að ræða frjálsræðisskerðingu á ákveðinn hátt. Hann kvað samfélagsþjónustu vera mun mannúðlegri og ódýrari leið til fullnustu refsinga en hefðbundna refsingu með afplánun í lokuðum fangelsum. Kostir samfélagsþjónustu fyrir dómþola væru þeir að dómþoli gæti sinnt vinnu sinni og fjölskyldu meðan hann afplánaði refsingu sína. Hann kvað kosti fyrir samfélagið vera þá að vinnuframlag dómþola væri vel þegið og störfin hefðu oft uppeldislegt gildi fyrir hann, t.d. þegar um væri að ræða umönnun sjúkra og aldraðra. Hann reifaði aðdraganda að setningu laga um samfélagsþjónustu. Hann kvað heimild til sérstakrar fullnustu dómsins vera hjá samfélagsþjónustunefnd. Hún mæti hvort dómþoli væri hæfur til að gegna þessari þjónustu. Þá væri haft samband við ýmsa aðila, t.d. skili fangelsismálastofnun áliti og taki þá nefndin álitið til úrlausnar. Hann kvað skipulagi og starfsemi fangelsismálastofnunar hafa verið breytt vegna laga um samfélagsþjónustu. Hann kvað nefndarmenn hafa kynnt sér störf samfélagsþjónustu í Kaupmannahöfn og í Bandaríkjunum. Guðmundur kvað fjölmarga hafa sýnt þessari þjónustu áhuga. Eftirspurn eftir vinnu dómþola væri mikil. Dómþola væri fylgt á vinnustað í fyrsta sinn og náið samband væri milli umsjónarmanns á vinnustað og fangelsismálastofnunar. Hann kvað samninga hafa verið gerða við fjölmarga aðila á höfuðborgar- svæðinu um vinnu dómþola og kvað hann störfin vera fjölbreytt. Að loknum fyrirlestri bárust fyrirspumir frá Stefáni Skarphéðinssyni, Helga I. Jónssyni og Steingrími Gaut Kristjánssyni. Helgi I. Jónsson varpaði fram þeirri spurningu hvort það samræmdist 2. gr. stjómarskrár að samfélagsþjónustunefnd ákvarðaði refsiúrræði, en ekki dóm- stólar. Steingrímur Gautur kvað mikið umhugsunarefni hvort farið væri yfir hefðbundin mörk milli dómsvalds og framkvæmdarvalds með beitingu þessa úrræðis á þennan hátt. Þá tók næstur til máls Jörundur Guðmundsson heimspekingur og flutti erindi um: Refsingar. Hann kvað afstöðu manna til refsinga skiptast í tvö viðhorf, annars vegar væru svokallaðir gjaldstefnumenn, hins vegar svokallaðir nytjastefnumenn. Gjaldstefnumenn litu til fortíðar, en nytjastefnumenn til framtíðar. í augum gjaldstefnumanna hefði refsing siðferðilegt gildi og hafa bæri í huga að hverri 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.