Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Page 75
Seinni dagur dómsmálaþings hófst með fyrirlestri Guðmundar Þórs Guð-
mundssonar lögfræðings sem hann nefndi:
Um samfélagsþjónustu.
Samfélagsþjónusta er nýmæli um fullnustu refsinga. Lög um samfélags-
þjónustu voru sett 29. aprfl 1994. Guðmundur kvað þá dómþola sem fullnægðu
skilyrðum laganna geta unnið að ákveðnum verkefnum í þágu þjóðfélagsins og
komið að gagni meðan þeir afplánuðu refsingu sína. Hann kvað dómþola vera
undir stöðugu eftirliti og um væri að ræða frjálsræðisskerðingu á ákveðinn hátt.
Hann kvað samfélagsþjónustu vera mun mannúðlegri og ódýrari leið til
fullnustu refsinga en hefðbundna refsingu með afplánun í lokuðum fangelsum.
Kostir samfélagsþjónustu fyrir dómþola væru þeir að dómþoli gæti sinnt
vinnu sinni og fjölskyldu meðan hann afplánaði refsingu sína. Hann kvað kosti
fyrir samfélagið vera þá að vinnuframlag dómþola væri vel þegið og störfin
hefðu oft uppeldislegt gildi fyrir hann, t.d. þegar um væri að ræða umönnun
sjúkra og aldraðra.
Hann reifaði aðdraganda að setningu laga um samfélagsþjónustu. Hann kvað
heimild til sérstakrar fullnustu dómsins vera hjá samfélagsþjónustunefnd. Hún
mæti hvort dómþoli væri hæfur til að gegna þessari þjónustu. Þá væri haft
samband við ýmsa aðila, t.d. skili fangelsismálastofnun áliti og taki þá nefndin
álitið til úrlausnar. Hann kvað skipulagi og starfsemi fangelsismálastofnunar
hafa verið breytt vegna laga um samfélagsþjónustu. Hann kvað nefndarmenn
hafa kynnt sér störf samfélagsþjónustu í Kaupmannahöfn og í Bandaríkjunum.
Guðmundur kvað fjölmarga hafa sýnt þessari þjónustu áhuga. Eftirspurn eftir
vinnu dómþola væri mikil. Dómþola væri fylgt á vinnustað í fyrsta sinn og náið
samband væri milli umsjónarmanns á vinnustað og fangelsismálastofnunar.
Hann kvað samninga hafa verið gerða við fjölmarga aðila á höfuðborgar-
svæðinu um vinnu dómþola og kvað hann störfin vera fjölbreytt.
Að loknum fyrirlestri bárust fyrirspumir frá Stefáni Skarphéðinssyni, Helga
I. Jónssyni og Steingrími Gaut Kristjánssyni.
Helgi I. Jónsson varpaði fram þeirri spurningu hvort það samræmdist 2. gr.
stjómarskrár að samfélagsþjónustunefnd ákvarðaði refsiúrræði, en ekki dóm-
stólar.
Steingrímur Gautur kvað mikið umhugsunarefni hvort farið væri yfir
hefðbundin mörk milli dómsvalds og framkvæmdarvalds með beitingu þessa
úrræðis á þennan hátt.
Þá tók næstur til máls Jörundur Guðmundsson heimspekingur og flutti erindi
um:
Refsingar.
Hann kvað afstöðu manna til refsinga skiptast í tvö viðhorf, annars vegar
væru svokallaðir gjaldstefnumenn, hins vegar svokallaðir nytjastefnumenn.
Gjaldstefnumenn litu til fortíðar, en nytjastefnumenn til framtíðar. í augum
gjaldstefnumanna hefði refsing siðferðilegt gildi og hafa bæri í huga að hverri
69