Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 56
3.2 Ákærandi (sækjandi) flytur opinbert mál af hálfu ákæruvaldsins Sá sem annast flutning opinbers máls fyrir dómi af ákæruvaldsins hálfu er í lögum nr. 19/1991 nefndur ákærandi, en í framkvæmd er hann einnig oft nefndur sækjandi. Sú hugtakanotkun á að mörgu leyti betur við, enda er hún táknræn fyrir það hlutverk sem fulltrúa ákæruvaldsins er ætlað við málsmeðferð opinbers máls fyrir dómi. Notkun hugtaksins sækjandi í þessu sambandi styðst einnig að nokkru leyti við nokkur ákvæði laga nr. 19/1991, sbr. t.a.m. 161. og 162. gr. laganna, auk þess sem hún á sér sögulegar rætur.4 í greinargerð með lögum nr. 19/1991 er hugtakið ákærandi annars skilgreint með svofelldum hætti: „Orðið ákærandi er víða notað um viðeigandi handhafa ákæruvalds, en þeir geta verið, auk ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara, aðrir saksóknarar eða lögreglustjórar, svo og fulltrúar þeirra“.5 Skilgreining á hugtakinu sækjandi liggur ekki fyrir, en víst má þó telja að hugtakið verði skýrt all miklu þrengra en hugtakið ákærandi hér að ofan. í héraði flytja ríkissaksóknari, vararíkissaksóknari, saksóknarar eða fulltrúar ríkissaksóknara þau mál sem ríkissaksóknari höfðar, sbr. 1. mgr. 29. gr. oml. Ríkissaksóknara er einnig heimilt að fela héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmanni flutning máls í héraði, en þessi heimild mun ekki hafa verið mikið notuð í seinni tíð. Ríkissaksóknari getur ennfremur falið lögreglustjórum sókn mála í héraði, þ.á m. rannsóknarlögreglustjóra ríkisins, en lögreglustjórar geta í slíkum tilvik- um falið löglærðum starfsmönnum sínum sókn slíkra mála eða öðrum lög- reglustjórum, ef sérstaklega stendur á, sbr. 1. mgr. 29. gr. oml. Lögreglustjórar annast flutning fyrir héraðsdómi í þeim málum sem þeir höfða, en þeir geta einnig falið starfsmönnum sínum, löglærðum eða ólöglærðum, að flytja þau mál, auk þess sem þeir geta falið öðrum lögreglustjórum að sækja þing í máli, sbr. 2. mgr. 29. gr. oml. Ríkissaksóknari sækir sjálfur mál í Hæstarétti, hvort heldur sem lögreglustjóri hefur farið með sókn inálsins á héraðsdómstigi eða sækjandi við embætti ríkissaksóknara, en ríkissaksóknari getur einnig falið vararíkissaksóknara eða saksóknurum flutning mála fyrir réttinum. Ríkissaksóknari getur ennfremur falið hæstaréttarlögmanni að sækja mál fyrir Hæstarétti og nefnist hann þá saksóknari og hefur skyldur sem slíkur, sbr. niðurlag 3. mgr. 29. gr. oml. 3.3 Skipaður verjandi flytur mál af hálfu ákærða 3.3.1 Réttur eða skylda til skipunar verjanda Ef opinberu máli verður lokið á grundvelli svonefndrar játningarmeðferðar samkvæmt 124.-126. gr. oml. þá ber dómara því aðeins að skipa ákærðum manni verjanda, ef hann óskar þess sjálfur. 4 Má í þessu sambandi vitna til ýmissa ákvæða eldri laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1974, t.a.m. 131.-135. gr. þeirra laga. 5 Sjá greinargerð með lögum nr. 19/1991, sérprentun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, bls. 62. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.