Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 46
II. Eins og kunnugt er mætti sækjandi fyrir gildistöku laga nr. 19/1991 í undan- tekningartilvikum við meðferð máls til að fylgja ákæru eftir. Nú eru liðin rúm þrjú ár frá því að hin nýju lög tóku gildi. Er því fróðlegt að líta yfír farinn veg og velta fyrir sér hvernig til hefur tekist og spyrja sig hvernig nýmælin hafi reynst í framkvæmd og með hverjum hætti dómarar, sækjendur og verjendur hafa framfylgt þeim. Skipulagning og undirbúningur þinghalda í samráði við sækjanda og veijanda hefur eftir minni reynslu gengið með miklum ágætum. Fyrirköll eru gefin út í sam- ráði við sækjanda og ef ekki næst í veijanda fyrir þingfestingu eða hans er fyrst óskað við þingfestingu er máli frestað og ákærði fyrst yfirheyrður síðar um sakar- giftir að verjanda viðstöddum. Aður en að aðalmeðferð kemur hafa sækjandi og verjandi lagt fram óskir um frekari gagnaöflun og hvaða vitni skuli leidd, enda skal dómari að jafnaði ekki ákveða þinghald til aðalmeðferðar fyrr en aðilar hafa lýst lokið öflun skjala og annarra sýnilegra sönnunargagna, sbr. 2. mgr. 128. gr. laga um meðferð opinberra mála. Skipulagning dómara á aðalmeðferð fer þannig fram í samráði við báða aðila. Þegar að aðalmeðferð kemur er því dómara, sækjanda og veijanda ljóst hvemig gangur málsins muni verða, t.d. hversu langur tími er áætl- aður til yfírheyrslu ákærða og vitna. Samstarf dómara sækjanda og verjanda við undirbúning á meðferð málsins hefur verið hnökralaus, og ótti manna fyrir gildis- töku laganna um að hið nýja verklag myndi lengja meðferð málsins hefur reynst með öllu ástæðulaus. Þvert á móti hefur reynslan þegar sýnt að meðferð mála hefur styst. Akvæðin um undirbúning aðalmeðferðar hafa einnig stuðlað að því að aðilar em oft betur undirbúnir en áður og meðferð málsins verður fyrir vikið markvissari. Við aðalmeðferð skal dómari stjóma þinghaldi, sem endranær. I tíð eldri laga sá dómari í opinberum málum að mestu um yfirheyrslu ákærða og vitna. Framburð- urinn var færður í tölvu eftir endursögn dómarans. Til undantekninga heyrði að segulband væri notað við yfírheyrsluna, a.m.k. að því er sakadóm Reykjavíkur varðar. Þessi háttur var eðlilegur í ljósi þess að í langflestum málum sótti sækjandi ekki þing, þótt sakargiftum væri neitað. Dómarinn var því vanur að stýra þing- haldi, yfírheyra ákærða og vitni um sakargiftir, allt innan efnis ákæmnnar. Þegar sækjandi mætti var hátturinn sá sami í flestum tilvikum. Dómarinn byrjaði yfír- heyrsluna og í lok hennar gaf hann sækjanda og verjanda færi á að spyrja spum- inga. Hann var sem sagt potturinn og pannan í yfírheyrslunni. Við lagabreyting- una, sem tók gildi á miðju ári 1992, gafst hins vegar færi á að stokka upp spilin, gera sækjandann virkari í meðferðinni. Hin langþráða stund að sækjandi mætti í öllum málum og fylgdi ákæru eftir var runnin upp. í fyrstu tel ég að flestir dóm- arar hafi fylgt gamla laginu, dómarinn var vanur að sjá um þetta sjálfur. Hann hafði oftast meiri reynslu en sækjandinn af því að yfirheyra, fannst hann gera það betur en aðrir, fá fram án vafninga það sem fram þurfti að koma í samfelldu máli. Hvers vegna ætti að breyta því lagi, það hafði gengið bærilega fram að þessu? Ég ætla að freista þess að færa fram rök fyrir því hvers vegna nauðsynlegt var að breyta út af þessum vana. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.