Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 9
Þegar skilið var á milli framkvæmdarvaldsstarfa þeirra sem með dómsvald fóru og dómstarfa við gildistöku aðskilnaðarlaganna um mitt ár 1992, var fyrst og fremst um að ræða framkvæmdarvaldsstörf sem að lögum voru á hendi þeirra sem með dómsvald fóru. Náði breytingin að þessu leyti nær eingöngu til sýslumanna og bæjarfógeta, en dómarar í Reykjavfk og sérstakir héraðsdómarar við nokkur bæjarfógetaembætti utan Reykjavíkur voru því sem næst umboðsstarfalausir. Ekki var í aðskilnaðarlögum tekin afstaða til stjómsýslustarfa dómara af því tagi sem um getur í framangreindu svari dómsmálaráðherra og er hér um að ræða ólögbundið svið að mestu leyti. Það hafði lengi tíðkast og tíðkast enn eins og dæmin sanna að dómarar tækju að sér ákveðin störf á sviði stjómsýslunnar. Dómarar hafa einnig tekið að sér önnur störf en á sviði stjómsýslunnar s.s. kennslu, ekki síst við lagadeild háskólans. Enda þótt þessar hefðir væm fyrir hendi við gildistöku aðskilnaðarins, þótti dómumm engu að síður full ástæða til að skoða sinn eigin garð að þessu leyti og á Dómaraþingi haustið 1993 vom þessi mál tekin til sérstakrar umræðu. Reyndar var meira gert því að inn í þessa umræðu var dregið það álitamál hvað dómarar mættu eiga og hvað ekki, en út í þá sálma verður ekki farið hér. Þessari umræðu, sem segja má að standi enn, em gerð nokkur skil í 4. hefti þessa tímarits árið 1993, sem nýlega hefur verið endurprentað. Þrátt fyrir það þykir rétt að fara nokkmm orðum um hana. Nú skal það strax tekið fram sem má þó augljóst vera að dómarar hafa ekki aukastörf með höndum sér til skemmtunar fyrst og fremst, þótt þau mörg hver geti eflaust orðið mönnum til ánægju, heldur reyna þeir með því móti að drýgja fastar tekjur sínar, eins og alsiða er hér á landi. Reyndar höfðu þær vonir vaknað við aðskilnaðinn að hann myndi hafa í för með sér þá viðurkenningu á dómarastarfinu að það bæri að launa með þeim hætti að dómarar byggju við sæmilegt fjárhagslegt öryggi, en það hefur löngum verið talið þýðingarmikill hluti sjálfstæðis dómsvaldsins, en ætlunin var að efla það að mun frá því sem áður var. Þær vonir rættust reyndar í nokkra daga að verulegu marki því að 26. júní 1992 kvað Kjaradómur upp úrskurð um umtalsverðar launahækkanir. Bráða- birgðalöggjafinn taldi hins vegar að við svo búið mætti ekki standa og fyrirskipaði Kjaradómi hinn 3. júlí að lækka kaupið hvað hann og gerði hinn 12. júlí og tók hinn nýi úrskurður gildi 1. ágúst. Kjaradómsmenn sögðu síðan allir af sér að því verki loknu. Oft hafa hlutimir gengið hægar fyrir sig en hér varð raunin. Þegar frá er talin leiðrétting á fjölda yfirvinnustunda, sem reyndar var að töluverðu leyti tekin til baka með því að afnema greiðslu orlofs á yfirvinnu- kaup, varð engin breyting á launum dómara frá árinu 1992 þar til úrskurður Kjaradóms gekk 8. september sl. Virtist þá sagan frá því í júlí 1992 ætla að endurtaka sig, en svo fór þó ekki. Þessi launasaga er rakin hér því að hún skiptir vissulega máli um aukastörf dóm- ara og hún er einnig rakin vegna þess, að dómarar hófu framangreinda umræðu sína á Dómaraþingi 1993 í þeirri vondeyfð sem þá ríkti í kjaramálunum lfkt og nú. Það breytti þó ekki í sjálfu sér miklu um gang umræðunnar og forsendur hennar. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.