Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Qupperneq 62

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Qupperneq 62
5.4 Mál sem Ijúka má með játningardómi samkvæmt 125. gr. oml. í málum sem ljúka má með játningardómi samkvæmt 125. gr. oml. hefur ákærandinn forræði á málinu, að því marki að dómari tekur málið þegar til dóms nema ákærandinn mótmæli því sérstaklega, svo sem það er orðað í greininni. Þarf þá ekki að færa fram önnur sönnunargögn. Ef aðilar óska er þeim þó gefinn kostur á að tjá sig í stuttu máli um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga áður en málið er tekið til dóms. í greinargerð með XV. kafla oml. segir, að í málurn, sem lokið er á grundvelli 124.-126. gr. oml. og þar sem ákærði hafi ekki verjanda né sjálfvalinn talsmann, fari enginn málflutningur fram. Ella eigi að gefa ákæranda og verjanda kost á að tjá sig stuttlega um lagaatriði og viðurlög áður en mál er tekið til dóms.14 í framkvæmd er alla jafna ekki gerður mikill munur á þessu tvennu þegar máli er lokið á grundvelli 125. gr. oml. Ákærandi fer yfirleitt nokkrum orðurn um laga- atriði og útmælingu refsingar, án tillits til þess hvort ákærði hefur skipaðan verjanda, og gætir þá jafnt að þeim atriðum sem að hann telur að virða beri sak- borningi til málsbóta eða refsilækkunar og þeim atriðum sem hann álítur að eigi að leiða til þyngingar eða refsihækkunar. Hafi sakborningi hins vegar verið skipaður verjandi þá tekur hann jafnan til máls á eftir ákærandanum, hefur eftir atvikum uppi kröfur af hálfu ákærða og færir fyrir þeim rök og rekur síðan þau atriði, sem hann telur vera skjólstæðingi sínum til hagsbóta við sjálft refsimatið. 5.5 Mál sem sætir aðalmeðferð samkvæmt 128.-130. gr. oml. Ein veigamesta breytingin með lögum nr. 19/1991 laut að því, að færa meðferð opinberra mála fyrir dómi nær meðferð einkamála. Einn liðurinn í því var að taka upp aðalmeðferð í opinberum málum, áþekka aðalmeðferð í einkamálum. Meginreglumar um beina og milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi, um sönnunarbyrði ákæruvaldsins um sekt sakbomings og atvik sem telja má honum í óhag og um frjálst sönnunarmat dómara em hins vegar óbreyttar frá því sem áður gilti, sbr. t.a.m. 45., 46. og 47. gr. og 1. mgr. 48. gr. oml. Málsmeðferðin ertvíþætt samkvæmt 129. gr. laganr. 19/1991. Annars vegar fer fram sönnunarfærsla, þar sem skýrslur era teknar af ákærða og vitnum og önnur sönnunargögn eru færð fram. Hins vegar er málflutningur, oftast munnlegur, þar sem málflytjendur gera dómara grein fyrir máli sínu. Sönnunarfærslan og málflutningurinn skulu að jafnaði fara fram í einni lotu, sbr. 1. mgr. 129. gr. oml. Ákærandi mælir fyrir um það hvaða gögn verði færð fram og hvaða vitni verði leidd af hálfu ákæruvalds, sbr. 2. mgr. 128. gr. oml. og Hrd. 1992, bls. 1639 (1642).15 Ákærði og skipaður verjandi hans hafa sama rétt af hálfu ákærða, sbr. b, c og d-lið 3. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög 14 Sjá greinargerð með lögum nr. 19/1991, sérprentun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, bls. 118. 15 Sjá einnig greinargerð með lögum nr. 19/1991, sérprentun dóms- og kirkjumálaráðuneytis- ins, bls. 61. 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.