Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Page 71

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Page 71
Þá ávarpaði Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra þingið. Hann kvað málefni dómstóla hafa verið í brennidepli á síðasta dómsmálaþingi, enda eðlilegt þar eð mestu breytingar sem gerðar hefðu verið á íslensku réttarkerfi þá nýafstaðnar. Hann kvað réttarvörslukerfið starfa ötullega og benti á að málatími í Hæstarétti hefði styst. Enn væri þó þar við vanda að etja hvað varðaði lengd málatíma. Hann kvað að nauðsynlegt hefði verið að taka stöðu dómarafulltrúa til endurskoðunar í kjölfar dóms Hæstaréttar á árinu, en það hefði þó aðeins verið til bráðabirgða og að réttarfarsnefnd hefði verið falið að finna farsæla lausn á þeim vanda sem skapast hefði af breyttri stöðu dómarafulltrúa. Hann benti á að málefni lögreglu og ákæruvalds hefðu fallið í skuggann, er málefni dómstóla hefðu verið í brennidepli. Hann kvað vanda lögreglu og ákæruvalds vegna aukningar afbrota ekki einvörðungu verða leystan með auknum mannafla, heldur með breyttu og betra starfsskipulagi. Þá benti hann á að dómarar yrðu ávallt að vera minnugir þess að ábyrgð þeirra væri mikil og að vald þeirra væri komið frá fólkinu. Hann kvað nauðsynlegt að refsingar vegna afbrota yrðu að vera fyrirsjáanlegar og að stöðugt yrði að fara fram nýtt mat á þyngd refsinga. Hann kvað dómstóla hafa sætt gagnrýni á undanförnum árum. Þótt gagnrýni væri oft á misskilningi byggð, bæri að hafa í huga að hún sýndi að almenningur setti manngildi ofar peningagildi og til þess þyrftu dómarar að líta. Hann kvað dómurum vera nauðsynlegt að taka tillit til grundvallarsiðferðisviðhorfa almennings. Þá hófust fyrirlestrar og var Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari fyrstur fyrirlesara. Hann flutti erindi sem hann nefndi: Um skipulag ákæruvalds í landinu fyrr og nú. Hann rakti nokkra áfanga í þróun skipunar ákæruvalds. Hann kvað miklar breytingar hafa verið gerðar á skipan ákæruvalds með lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og vægi þyngst að nú væri á herðum ákæruvalds að fylgja málunum eftir. Breytingarnar hefðu tekist allvel og áhyggjur í byrjun hefðu reynst óþarfar. Hann gerði þrjá þætti að umtalsefni, þ.e. rannnsóknar- störfin, saksóknina og áfrýjun. Varðandi rannsóknina benti hann á að megin- þorri mála hæfist hjá lögreglu eða RLR, en þó væri sú heimild fyrir hendi að ríkissaksóknari gæti kveðið á um rannsókn og mælt fyrir um framkvæmd hennar. Þá benti hann á önnur nýmæli í lögum nr. 19/1991, þar á meðal það að bótakröfur þurfi að koma fram strax á rannsóknarstigi. Hann benti á að oft kæmu upp mörg vafaatriði varðandi saksóknina og þrátt fyrir vafa um málsúrslit bæri ríkissaksóknara að höfða mál, en oft væri þar mjótt mundangshófið. Almennt bæri saksóknara skylda til að höfða mál ef honum þætti það nægilegt til sakfellis sem fram væri komið. Hann sagði að oft kynni ákæruvaldi þykja rétt að leggja mál fyrir dóm þótt einsýnt væri að sýknað yrði og væri það m.a. gert til vamaðar. Hann rakti nýmæli varðandi saksóknina. Nú fylgdi ákæravaldið málunum eftir, sem hefði í för með sér að af hálfu ákæravaldsins væri mætt á dómþingum 65

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.