Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 54
Ríkissaksóknari hefur alla jafna fyrst afskipti af opinberu máli er frumrann- sókn þess er lokið, sbr. 1. mgr. 77. gr. oml. Lög nr. 19/1991 byggja þó á þeirri meginreglu, að rannsóknar- og ákæruvald sé á einni hendi, þar sem ríkissak- sóknari er æðsti handhafi. Þrátt fyrir þessa meginreglu er það mun fátíðara en hitt, að embætti ríkissaksóknara hafi bein efnisleg afskipti af frumrannsókn máls, þó slíkt komi vissulega fyrir. Meginverkefni ákæruvaldsins er því sak- sókn í opinberum málum. Samkvæmt íslenskum rétti skal sérhver refsiverður verknaður sæta opinberri ákæru, nema annað sé sérstaklega ákveðið í lögum. Meginregla þessi kemur skýrt fram í 111. gr. oml. og 24. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þrátt fyrir þetta er það í raun lagt í mat ákærenda, einkum rrkissaksóknara, hvort ákæra skuli gefin út í máli eða ekki. Ákærandi sem fær opinbert mál til meðferðar að lokinni frumrannsókn hefur um nokkra kosti að velja hvað varðar framhald málsins. Helstu kostir ákær- andans eru þessir: 1. Framhaldsrannsókn. Ákærandinn getur mælt fyrir um frekari rannsóknar- aðgerðir telji hann að þeirra sé þörf, sbr. 2. mgr. 77. gr. oml. 2. Ekki aðhafst frekar. Telji ákærandinn að lokinni frumrannsókn, eftir atvik- um er framhaldsrannsókn hefur farið fram, að fram komin gögn teljist ekki nægileg eða líkleg til sakfellis lætur hann við svo búið standa, sbr. 112. gr. oml. 3. Niðurfelling saksóknar. Ákærandinn hefur í þriðja lagi þann möguleika að fella niður saksókn með vísan til 113. gr. oml., þ.e.a.s. ef einhverju þeirra skilyrða sem greinin lýsir er fullnægt. 4. Lögreglustjórasátt. Ákærandinn getur í fjórða lagi boðið sakborningi, að ljúka málinu með svonefndri lögreglustjórasátt samkvæmt 2. mgr. 115. gr. oml., þ.e. ef um er að ræða brot sem lögreglustjóri hefur ákæruvald í og að öðrum skilyrðum uppfylltum. 5. Skilorðsbundin frestun ákæru. Ákærandinn getur í fimmta lagi ákveðið, að fresta skilorðsbundið útgáfu ákæru með stoð í 56. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940, að því gefnu að skilyrðum þeirrar greinar sé fullnægt. 6. Utgáfa ákæru. Telji ákærandinn engan af framangreindum kostum koma til greina þá ber honum þegar í stað að gefa út ákæru á grundvelli fyrirliggj- andi gagna, sbr. niðurlag 112. gr. og 116. gr. oml. Opinbert mál telst höfðað við útgáfu ákæru, sbr. I. mgr. 116. gr. oml., þ.e. við undirritun ákærandans undir ákæruskjalið. Jafn skjótt og ákæra hefur verið gefin út er henni vísað til meðferðar og dómsálagningar við þann héraðsdóm, sem dómsmeðferð málsins heyrir undir samkvæmt reglum IV. kafla oml. um varnarþing o.fl., sbr. 2. mgr. 119. gr. oml. Ákæran er grundvöllur hins opinbera máls í þeim skilningi að sakborningur verður aðeins dæmdur fyrir þá hegðun sem þar er lýst og í samræmi við þær kröfur sem þar eru settar fram, sbr. 1. mgr. 117. gr. oml. Heimildir ákæranda til 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.