Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Side 74

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Side 74
Næstur flutti Jóhannes Rúnar Jóhannsson fulltrúi ríkissaksóknara erindi sem hann nefndi: Saksókn og vörn í opinberum málum. Erindið takmarkaðist við flutning opinberra mála fyrir héraðsdómi. Hann gerði grein fyrir ákærureglum íslensks réttar og jafnræðisreglu, sem felst í því að dómari skal hafa samráð við bæði verjanda og sækjanda. Þá reifaði hann reglur um skipan verjanda. Hann kvað frumskyldu sækjanda vera ákveðna hlutlægnisskyldu. Sækjandi ætti að stuðla að því að hið rétta kæmi í ljós og vinna verk sín með það að markmiði að mál fengju réttláta úrlausn. Hann ætti að vinna af sinni sannfæringu, en hlutlægnisskylda setti honum ákveðin mörk. Hins vegar hvíldi engin sú skylda á skipuðum verjendum. Hann gerði grein fyrir gangi mála fyrir dómi, kvað mikilvægt að tekið yrði á því hvemig standa skuli að skýrslutökum fyrir dómi. Hann kvað framkvæmd á skýrslutöku mis- vísandi og kvað það sína skoðun að sækjandi og verjandi ættu að leiða skýrslu- töku, en dómari ætti eingöngu að grípa inní, ef þurfa þætti. Þá flutti Eiríkur Tómasson prófessor erindi sem hann nefndi: Breytingar á skipulagi ákæruvaids í landinu. Hann kvað hafa vaknað hugmyndur um breytingar á skipulagi ákæmvalds, við endurskoðun á lögum um opinber mál. Hugmyndir væru á lofti um rýmkun á ákæruvaldi lögreglustjóra, þannig t.d. að ákæruvald flyttist til lögreglustjóra að öllu leyti, eða að minnsta kosti að stómm hluta. Miða mætti við refsi- rammann t.d. þannig að lögreglustjóri færi með ákæmvald í öllum brotum er sættu innan við 8 ára refsingu. Ríkissaksóknari yrði þó enn æðsti handhafi ákæruvalds og hlutverk hans þá fjórþætt. í fyrsta lagi hefði hann yfirstjóm ákæruvalds, markaði stefnu og hefði virkt eftirlit með ákæruvaldi lögreglu- stjóra. í öðru lagi sæi hann um saksókn og málflutning í þeim málum sem enn væru rannsökuð á landsvísu, t.d. skattsvik, efnahagsbrot og landráð. í þriðja lagi sæi hann um saksókn og málflutning í þeim málum sem hann sæi ástæðu til að taka til sín, vegna þess t.d. að mál væru vandasöm. Og í fjórða lagi sæi hann um ákvörðun um áfrýjun mála og flutning fyrir Hæstarétti. Eiríkur kvað þurfa að treysta meðferð ákæruvalds hjá lögreglustjóraembætt- um, ef þetta gengi eftir og stofna deildir hjá lögreglustjóraembættunum. Akær- endur kæmu að málum þegar á rannsóknarstigi. Hlutverk ákærenda ætti að vera áþekkt því sem löglærðir fulltrúar hjá RLR gegni. Sá sem um málið fjallaði ætti að móta farveg rannsóknarinnar og hann kæmi ekki ókunnugur að lokastigi máls. Eiríkur kvað ákæruvald og lögreglu eiga ríka samstöðu og samleið. Það hafi verið of mikill greinarmunur á þeim hingað til og leggja ætti ríkari áherslu á samvinnu þessara aðila. 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.