Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 26

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 26
6.2 Er unnt að dæma afslátt, ef hans hefur ekki verið krafíst berum orðum? 6.2.1 Almennt Eins og áður segir, er það fremur sjaldgæft, að höfð sé uppi berum orðum afsláttarkrafa í gallamálum. Mjög er það misjafnt, hverjar afleiðingar það hefur haft í einstökum dómsúrlausnum, að ekki var gerð berum orðum krafa um afslátt. Er þá ýmist, að dómstólar hafa talið sér heimilt í einstökum tilvikum að dæma afslátt eða ekki. 6.2.2 Afsláttur ekki dæmdur, þar sem hans var ekki krafíst Finna má dómsúrlausnir, þar sem dómstólar hafa ekki talið sér heimilt að dæma afslátt, af því að hans var ekki krafist. IH 1985 580 (Garðstígur) var höfð uppi skaðabótakrafa, en af þeirri kröfu var sýknað, þar sem ekki voru fyrir hendi skilyrði skaðabóta. Þá sagði í dóminum, að ekki væri unnt að dæma kaupanda afslátt, þar sem hans hefði ekki verið krafist, sbr. 113. gr. laga nr. 85/1936 (nú 111. gr. laga nr. 91/1991). Hér virðist ótvírætt byggt á því, að gera þurfi með skýrum hætti kröfu um afslátt, svo unnt sé að dæma slíka kröfu. H 1993 1693 (Akurholt) er athyglisverður um þetta atriði. Þar segir, að í héraðsdómsstefnu komi fram, að krafa kaupenda sé byggð á reglum skaða- bótaréttar og dómvenjum íslensks réttar um bótaábyrgð seljanda á göllum í fasteignaviðskiptum og sé í greinargerð í héraði vísað til 1. og 2. mgr. 42. gr. laga nr. 39/1922. Það sé þó ekki reifað eða rökstutt í sóknargögnum, að þau krefjist afsláttar af kaupverði, ef bótakrafa þeirra nái ekki fram að ganga, og hafi gagnaöflun í héraði ekki verið við það miðuð. Við munnlegan málflutning þeirra í héraði hafi því verið haldið fram, að krafa þeirra væri krafa um bætur eða afslátt, en því hafi verið mótmælt af hálfu seljanda. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti hafi einnig komið fram af hálfu kaupenda, að í kröfugerð þeirra fælist krafa um skaðabætur eða afslátt af kaupverði. Af hálfu seljenda sé því mótmælt, að krafa kaupenda hafi að geyma kröfu um afslátt og því haldið fram, að málið verði ekki dæmt á þeim grundvelli í Hæstarétti. Héraðsdómur hafi hafnað því, að krafa kaupenda fæli í sér kröfu um afslátt, og hafi því ekki dæmt um slíka kröfu. Hér sé um nýja málsástæðu að ræða fyrir Hæstarétti, sem áskilnaður hafi ekki verið gerður um í áfrýjunarstefnu og ekki sé hennar getið í greinargerð áfrýjenda fyrir Hæstarétti. Þá segir, að í forsendum að niðurstöðu héraðsdóms komi fram, að krafa kaupenda sé krafa um bætur. Sé ljóst, að héraðsdómur hafi hafnað því, að krafa kaupenda (áfrýjenda) sé jafnframt krafa um afslátt, og hafi hann því ekki dæmt um kröfugerð áfrýjenda á þeim grundvelli. Sé hér um að ræða nýja málsástæðu fyrir Hæstarétti, og sé skilyrðum 45. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Islands ekki fullnægt svo, að afstaða verði tekin til hennar í málinu. 6.2.3 Afsláttur dænidur, þótt hans hafí ekki verið krafíst Fleiri eru hins vegar þær dómsúrlausnir, þar sem dómstólar hafa talið sér 176
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.