Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 81

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 81
- ef skjólstæðingur fer á bak við lögmann sinn með þau mál, er skjól- stæðingur hefur falið honum, - ef atvik að öðru leyti haga svo til, að ekki yrði með sannsýni krafist, að lögmaður héldi verki áfram. Lögmaður má þó aldrei segja sig frá verki, án þess að skjólstæðingur fái svigrúm til að forða réttarspjöllum og ráða sér annan lögmann, sbr. 2. mgr. 12. gr. siðareglnanna. Takmarkanir þessar eru fyrst og fremst gerðar af tilliti til skjólstæðinga lögmanna, en hagsmunir gagnaðila hafa einnig þýðingu í þessu sambandi.112 Samkvæmt framansögðu verður að telja heimildir lögmanna til að afsala sér umboði verulegum takmörkum bundnar, enda getur lögmaður, sem segir sig frá verki í andstöðu við greindar reglur, átt yfir höfði sér áminningu stjórnar Lögmannafélags Islands eða eftir atvikum sekt til styrktarsjóðs félags- ins, sbr. VII. kafla siðareglnanna og 3. mgr. 8. gr. MFL. Verði umbjóðandi fyrir tjóni vegna ólögmætrar afsagnar lögmanns, getur það einnig bakað lögmann- inum skaðabótaskyldu.113 Astæður, er varða efni umboðsins, geta einnig valdið brottfalli þess. Þegar umboð er takmarkað við eitthvert einstakt og afmarkað erindi, er sjálfgefið, að það fellur brott, þegar umboðsmaður hefur leyst það erindi af hendi.114 Mál- flutningsumboð, sem veitt er til flutnings eins tiltekins máls, fellur því niður um leið og rekstri þess máls lýkur fyrir dómi. Um áhrif þess, að umbjóðandi andast, bú hans er tekið til gjaldþrotaslcipta eða hann er sviptur lögræði, virðast að íslenskum rétti gilda almennar reglur samningaréttar, og má um það vísa til 21.-24. gr. SML. I 264. gr. dönsku réttarfarslaganna kemur fram, að heimild málflytjanda gagnvart gagnaðila falli ekki niður sjálfkrafa við slíkar aðstæður, heldur aðeins með sérstakri tilkynningu til gagnaðila um brottfall umboðsins,115 en sama regla kemur fram í 48. gr. norsku réttarfarslaganna og einnig í 18. og 19. gr. XII. kafla sænsku réttarfarslaganna. 4. LOKAORÐ Sú spuming hlýtur að vakna, hvort tilefni sé til að lögfesta tæmandi talningu þeirra heimilda, sem felast í málflutningsumboði. Eins og greint var hér að framan, var sú tillaga gerð í KU 1877 og slíkar reglur eru í norskum og sænskum réttarfarslögum. Samkvæmt ákvæðum MFL hafa lögmenn sérréttindi til málflutnings fyrir tilteknum dómstólum. Aðila, sem ekki flytur mál sitt sjálfur, er því skylt í vissum tilvikum að fela lögmanni gæslu hagsmuna sinna fyrir dómi. í ljósi þess 112 Pedersen: Indledning til sagförergerningen I., bls. 68. 113 Einar Arnórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti, bls. 112. 114 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 207. 115 Hurwitz og Gomard: Tvistemál, bls. 106. 231
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.