Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 3
Tímarit löqfræðinqa 2. hefti • 50. árgangur september 2000 SKIP OG FISKUR Hinn 6. apríl sl. gekk dómur Hæstaréttar í svokölluðu kvótamáli eða Vatn- eyrarmáli, en málið hafði verið dæmt í Héraðsdómi Vestfjarða 5. janúar sl. Um er að ræða mál ákæruvaldsins gegn Bimi Kristjánssyni, Svavari Rúnari Guðnasyni og Hymó ehf. Ekki þykir ástæða til að rekja hér málavexti því að gera má fastlega ráð fyrir að langflestum lesendum tímaritsins séu þeir kunnir. Skal þess eins getið að í málinu reyndi á gildi 7. gr. laga nr. 38/1990 um stjóm fiskveiða gagnvart stjóm- arskránni, þ.e.a.s. hvort lagareglur um úthlutun aflahlutdeildar úr heildarafla þeim sem veiða má hverju sinni stæðust ákvæði 1. mgr. 65. gr. og 1. mgr. 75 gr. stjómarskrárinnar um jafnræði og atvinnufrelsi. Hinn 3. desember 1998 gekk dómur Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhann- essonar gegn íslenska ríkinu þar sem niðurstaða Hæstaréttar var sú að það bryti í bága við 1. mgr. 65. gr. og 1. mgr. 75. gr. stjómarskráinnar að binda leyfi til fiskveiða í fiskveiðilandhelginni við skip sem haldið hefði verið til veiða á tímabilinu frá 1. nóvember 1982 til 31. desember 1983 og ekki hefðu horfið úr rekstri eða skipa sem komið hefðu í þeirra stað. Hinn 14. janúar 1999 setti Alþingi lög um breyting á fiskveiðistjómarlögun- um þar sem m.a. 5. gr. laganna var breytt. Má segja, þótt í grófum dráttum sé, að samkvæmt breytingunni megi allir þeir sem eiga skip sem róið verður til fiskjar veiða í landhelginni svo fremi að þeir hafi yfir að ráða aflahlutdeild eða fiskurinn ekki bundinn aflatakmörkunum. Að þessum dómi Hæstaréttar gengnum upphófust umræður og nokkrar deil- ur um það hvort með honum hefði Hæstiréttur jafnframt tekið afstöðu til stjómskipulegs gildis 7. gr. fiskveiðistjómarlaganna. Þeir sem töldu svo vera álitu eðlilega að niðurstaðan í Vatneyrarmálinu væri nokkuð sjálfgefin. Nú þarf ekki lengur um þetta að deila þar sem dómur Hæstaréttar frá 6. apríl byggist á 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.