Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 4
því að svo hafi ekki verið auk þess sem sérstaklega er tekið fram í dóminum að ekki sé „fallist á þann skilning ákærðu að þessi dómur Hæstaréttar hafi falið í sér úrlausn um stjómskipulegt gildi 7. gr. laga nr. 38/1990“ og ennfremur að lagagreinin sé stjómskipulega gild. A þeim tíma sem leið á milli þessara tveggja dóma Hæstaréttar deildu menn hart um stjórnskipulegt gildi 7. greinarinnar auk þess að deila af sömu hörku og fyrr um þýðingu og réttmæti kvótakerfisins svokallaða. Aður en lengra er haldið er rétt að taka fram, til þess að forða hugsanlegum misskilningi, að hefði sá sem þetta ritar átt hlut að niðurstöðu í Vatneyrarmálinu hefði hann líklega orðið í anda meirihluta dómsins. Það breytir engu um það að dómurinn veldur þó nokkurri umhugsun. Aður en fiskveiðistjómarlögunum var breytt í ársbyrjun 1999 höfðu hliðstæð ákvæði um takmörkun fiskveiða og voru í 5. gr. og eru í 7. gr. verið í gildi í lögum eða reglugerðum lítið breytt frá ámnum 1983-1984. Þessar takmarkanir voru í fyrsta lagi að leyfi til veiða voru bundin við skipaeign á tímabilinu frá 1. nóvember 1982 til 31. október 1983, eins og fyrr greindi, og í öðru lagi var réttur til aflahlutdeildar miðaður við afla sömu skipa á tímabilinu frá 1. nóvem- ber 1980 til 31. október 1983. Síðan var það árið 1990 að aflahlutdeild var gerð framseljanleg og varð þannig hægt að flytja hana á milli skipa um tíma eða varanlega. Aðallega var því um ræða tvenns konar takmarkanir, önnur á skipum en hin á fiski. Niðurstaða Hæstaréttar í þessum tveimur málum var að sú takmörkun að binda veiðileyfi við skip bryti í bága við stjómarskrána en í lagi væri stjóm- arskrárinnar vegna að binda úthlutun aflaheimilda hverju sinni við ákveðin skip, en í raun em það þau skip sem að veiðum voru á tímabilinu frá 1. nóv- ember 1982 til 31. október 1983 eða skip sem í þeirra stað hafa komið. Nú má spyrja er hægt að koma þessu heim og saman? Eru þessar takmarkanir ekki svo eðlisskyldar að brjóti önnur þeirra í bága við stjórnarskrána þá hljóti hin að gera það líka? Eða er það ef til vill svo þegar annarri hefur verið rutt úr vegi með lagasetningu þá geti hin staðið áfram, því að þá hafi takmarkanirnar í heild verið skomar niður um helming eða einhvem annan ákveðinn hundraðshluta? Menn þurfa með einhverjum hætti að komast yfir skip til þess að stunda veiðar og lítið gagn er í því að eiga skip sem ekki má fiska á. Það skiptir ekki máli hvort skipin eru keypt af þeim sem hafa yfir kvóta að ráða eða þeim sem hafa það ekki. Kvótinn sjálfur er metinn sjálfstætt til verðs eftir lögmálum markaðarins og sýnist ekki vera bundinn verði skipanna sjálfra. Þótt svo sé þá er skipaeign og aflahlutdeild í raun ein heild þegar til kastanna kemur. Það er að vísu hægt að selja eða leigja hvort fyrir sig en menn veiða ekki nema hafa hvorutveggja. Hvaða ójafnræði var þá leiðrétt með lögunum frá 1999. Því er væntanlega svarað í dómi Hæstaréttar þegar segir: „Samkvæmt 5. gr. laga nr. 38/1990, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 1/1999, getur hver sá íslenskur ríkis- 72
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.