Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 5
borgari, sem ræður yfir skrásettu fiskiskipi með haffærisskírteini, hins vegar
sótt um almennt veiðileyfi og nýtt sér heimild 1. mgr. 7. gr. fyrmefndu laganna
til veiða á tegundum, sem ekki lúta heildaraflatakmörkunum. Hann getur að
auki fengið aflaheimildir í þeim tegundum, sem sæta slrkum takmörkunum,
með kaupum á varanlegri aflahlutdeild eða aflamarki til tiltekins tíma“. Það var
og-
Nú má spyrja í fullri alvöru: er einhver í raun eitthvað betur settur en hann
áður var með þá nýju möguleika sem Hæstiréttur lýsir að skapast hafi við
lagabreytinguna árið 1999 og vitnað er til hér að framan? Eru einhver dæmi
þess frá því að lögunum var breytt að menn hafi keypt sér skip og haldið þeim
til veiða á þeim fiski sem ekki er bundinn aflatakmörkunum? Búa þeir, sem ekki
hafa yfir kvóta að ráða en vilja veiða fisk, ekki við sama ójafnræðið og fyrr? Er
hér ekki um að ræða pappírsjafnræði sem sáralitlu skiptir í raun? Svari nú hver
fyrir sig.
Það er íhugunarefni hvað gerst hefði ef þessi tvö dómsmál sem hér hafa verið
gerð að umtalsefni hefði borið að í öfugri röð, þ.e.a.s. ef reynt hefði fyrst á 7.
gr. fiskveiðistjómarlaganna og síðan á 5. greinina. Hefði niðurstaðan þá orðið
hin sama? Hefði 7. greinin staðist stjómarskrána að 5. gr. óbreyttri eða var
breyting á 5. greininni nauðsynleg til þess að svo væri?
Hér er um að ræða spumingu sem þarflegt er að velta fyrir sér án þess þó að
eiga nokkum tíma von á svari.
73