Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 12
raunverulegt innihald þeirra felur í sér. Um muninn á þessum tveimur sjónar- miðum segir Jan Pedersen orðrétt í lauslegri þýðingu:10 Raunveruleikasjónarmiðið aðskilur sig þannig frá milliverðsreglunni að hún heimilar „ráðstöfunarleiðréttingu“ þar sem milliverðsreglan heimilar einungis „skilmála- leiðréttingu". Við síðamefndu aðgerðina verður að virða lagalegt form ráðstöfunar- innar, þannig að einungis skilmálar hennar eru leiðréttir upp á við eða niður á við. Forsendan fyrir því að unnt sé að koma að leiðréttingu á grundvelli arms- lengdarreglunnar er að viðkomandi ráðstöfun sé yfirhöfuð gild í skattaréttar- legum skilningi.* 11 Þegar um milliverðsleiðréttingar innan samstæðu er að ræða eiga heildar- tekjur samstæðunnar almennt ekki að breytast, heldur er einungis skipting tekn- anna eða hagnaðarins milli einstakra félaga innan samstæðunnar leiðrétt þar sem hækkun hjá einu félagi samsvarar lækkun hjá öðru.12 Því er gjaman haldið fram að 58. grein tskl. feli í sér skattasniðgöngureglu eða raunveruleikareglu og vitnað er til „grunnreglu 58. greinar“.13 Þessi sjónar- mið hafa komið fram í úrskurðum skattstjóra, yfirskattanefndar og dómstóla. Nýlegt dæmi um þetta er að finna í úrskurði yfirskattanefndar nr. 170/2000 er fjallar um bindandi álit ríkisskattstjóra frá 1999. 10. Sami, bls. 16. 11 Sjá Jan Pedersen: Skatteudnyttelse. 1991, bls. 358. 12 Almennt gera armslengdarreglur ráð fyrir því, að hafi leiðrétting (frumleiðrétting) átt sér stað hjá móðurfyrirtæki eigi að leiðrétta samsvarandi (samsvörunarleiðrétting) hjá dótturfyrirtæki, sbr. 2. mgr. 9. gr. samningsfyrirmyndar OECD, sem bætt var við árið 1977. Þá geta einnig komið til aukaleiðréttingar (e. secondary adjustments) til þess að gera ástand alveg sambærilegt við það sem verið hefði ef allt hefði farið fram að armslengd, sbr. OECD Model Tax Convention, commentary on article 9, par. 8-9. Það myndi sprengja ramma þessarar greinar að lýsa þessum sjónarmiðum út í hörgul. í þessu sambandi má þó vísa á Tidskrift for skatter og afgifter, 2000,253, LSR 23/11 1999, sbr. ennfremur umsögn eftir Michael Karlsen, sama rit tl. 665. Þar var um það að ræða að móðurfélag hafði unnið stjómunarvinnu, m.a. að bókhaldi, fyrir dótturfélag sitt án endurgjalds. Andvirði hinnar endurgjaldslausu vinnu móðurfélagsins að fjárhæð d.kr. 350.000 var af hálfu skatt- yfirvalda gjaldfært hjá dótturfélaginu (samsvömnarleiðrétting) og sama fjárhæð tekjufærð hjá móðurfélaginu (fmmleiðrétting). Þar sem dótturfélagið hafði ekki greitt þessa fjárhæð var hún, skv. því sem venja var, færð dótturfélaginu til tekna sem skattskylt framlag frá móðurfélaginu (auka- leiðrétting). Skattskyldar tekjur dótturfélagsins vom þannig hækkaðar um kr. 350.000 og strax lækkaðar aftur um sömu fjárhæð, þannig að breytingin hafði ekki í för með sér viðbótarskatt- lagningu hjá dótturfélaginu. Móðurfélagið var hins vegar skattlagt vegna 350.000 krónanna án þess að geta dregið frá samsvarandi fjárhæð. Niðurstaða skattyfirvalda var því viðbótarskattur hjá móðurfélaginu af kr. 350.000. Málið var kært til skattkærunefndar sem vísaði til dóms Hæstaréttar, Tfs 1998, 199 H (sem rakinn er í kafla 3.4 hér á eftir) og taldi þess vegna óheimilt að ákvarða tekjur hjá móðurfélaginu vegna vinnu án endurgjalds, en taldi hins vegar dótturfélaginu það til tekna að hafa notið gæða hjá móðurfélaginu og skattlagði það um kr. 350.000. Fyrir lands- skattaréttinum krafðist dótturfélagið niðurfellingar á skattlagningunni á kr. 350.000 gegn yfir- lýsingu um að greiða þá fjárhæð til móðurfélagsins. Rétturinn féllst ekki á þá kröfu en staðfesti skattlagningu skattkærunefndar á dótturfélagið á þeim rökum að óumdeilt væri að móðurfélagið hefði án endurgjalds látið dótturfélaginu í té vinnuafl. Varðandi nánari upplýsingar um leiðréttingar má vísa til Jan Pedersen: Transfer Pricing. 1998, þátt V. 13 Sjá Kristján Gunnar Valdimarsson: „Skattasniðganga". Tímarit lögfræðinga. 3. hefti 1999, bls. 228, 237-238, 241-253 og 259-261. 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.