Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Qupperneq 20

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Qupperneq 20
3. NÁNAR UM ARMSLENGDARREGLUR 58. GREINAR 3.1Inngangur Eins og fram hefur komið er armslengdarregla 1. mgr. 58. greinar mjög opin og almenn í framsetningu sinni. Skilyrði fyrir beitingu hennar er þó að um hagsmunatengsl sé að ræða milli aðila, eins og áður segir. Fyrsta skilyrði hennar má segja að sé það að um gildan samning sé að ræða milli skattaðila, sbr. orða- lagið „semja um“. Skattaleg leiðrétting, sem byggist á armslengdarreglu 1. mgr. 58. gr., felur því engan veginn í sér höfnun á ráðstöfunum þess samnings sem liggur til grundvallar viðkomandi viðskiptum heldur byggir hún þvert á móti á samningnum sjálfum með vefengingu á innihaldi þeirra ráðstafana sem samn- ingurinn fjallar um, og þá einkum vefengingu á verðskilmálum hans. Arms- lengdarleiðrétting felur því í sér skilmálaleiðréttingu.24 Eins og áður hefur verið lýst felur skilmálaleiðrétting í sér endurskiptingu eða endurdreifingu tekna milli samningsaðila, án þess að heildarfjárhæð hagnaðarins sæti nokkurri gagnrýni. Ef hagnaður sölufyrirtækis vegna sölu á vöru til tengds kaupfyrirtækis er lækkaður um 100 krónur hækkar hagnaður síðamefnda fyrirtækisins um sömu fjárhæð. Fyrsta dæmið hjá ríkisskattanefnd um beitingu reglunnar, þá 3. mgr. 18. gr. 1. nr. 68/1971, er að finna í úrvali úrskurða ríkisskattanefndar 1973, bls. 36. I máli rskn. nr. 898/73 er fjallað um reiknuð laun aðaleiganda hjá sameignarfélagi. Þar eð eigandinn reiknaði sér engin laun frá fyrirtækinu reiknaði skattstjóri honum kr. 50.000 í tekjur vegna þessa en taldi þá fjárhæð ekki frádráttarbæra hjá félaginu. Rskn. féllst á það að skattstjóra hefði verið þetta heimilt vegna þess að hann hefði verið aðaleigandi sameignarfélagsins og réði því þar af leiðandi einn. Nefndin vísaði einnig til 3. mgr. 18. gr. 1. nr. 68/1971 um tekjuskatt og eignarskatt. Hins vegar taldi nefndin heimilt að telja hin reiknuðu laun til frádráttar hjá félaginu. í dag myndi væntanlega leitað til ákvæða 1. tl. A-liðs 7. gr. 1. 75/1981 um reiknað endurgjald um leiðréttingu af þessu tagi. Hér á eftir verður fjallað um ýmis tilvik þar sem armslengdarreglan kemur við sögu. 3.2 Breytingar á rekstrarformi Algengt er að aðilar stundi ýmis konar starfsemi í ólíkum félögum eða skipti þeirri starfsemi sem þeir stunda milli ólíkra félaga. Að sjálfsögðu er slíkt heim- ilt enda er mönnum sem aðalreglu heimilt að skipa fjármálum sínum eins og þeim sýnist innan marka laga. Sama gildir þegar einstaklingur í rekstri ákveð- ur að reka starfsemi sína sem hann hefur stundað í eigin nafni framvegis undir merkjum hlutafélags sem hann er eigandi að. I þeim tilvikum þegar menn færa slíka starfsemi eða hluta hennar frá þeim félögum eða formum sem þeir hafa rekið hana í yfir í annað félag eða félög í 24 Jan Pedersen: Transfer Pricing. 1998, bls. 38. 88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.