Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 26
Athyglisvert er að líta til þróunar danskrar framkvæmdar varðandi vaxtalaus lán frá aðalhluthafa til hlutafélags. Þar hafði um langan aldur tíðkast sú framkvæmd að skattleggja aðalhluthafann á grundvelli reiknaðra vaxtatekna miðað við sömu vexti og lýst var hér að framan, þ.e. forvexti Seðlabankans + 4%. Þessari framkvæmd var hafnað með dómi Hæstaréttar frá árinu 1998, TfS 1998.199 H.35 í málinu var um að ræða aðalhluthafa sem átti inneign hjá félaginu sem orðið hafði til vegna sölu fasteigna. Inneignin var án vaxta og ákváðu skattyfirvöld aðalhluthaf- anum því reiknaðar vaxtatekjur og skattlögðu hann samkvæmt því. Hæstiréttur ógilti þessa leiðréttingu skattyfirvalda með tilvísun til þess að ekki fyndist heimild til slíkrar leiðréttingar í lögum. Hæstiréttur rakti það sérstaklega að hvorki í 4. gr. tekjuskattslaganna né annars staðar í skattalöggjöfmni væri tekin afstaða til þess að hve miklu leyti og undir hvaða kringumstæðum mætti víkja til hliðar samningum um vaxtalaust lán. Skattlagning hjá lánveitanda vegna reiknaðra vaxta yrði því að byggj- ast á því að með umræddum ráðstöfunum væri stefnt að sniðgöngu (d. omgaaelse). Hæstarétti þótti sýnt að um slíkt væri ekki að ræða og var því leiðréttingu skattyfir- valda hafnað sem óheimilli. í TfS 1998.238 H var um að ræða vaxtalaust lán frá dönsku móðurfélagi til dansks, samskattaðs dótturfélags. Skattyfirvöld leiðréttu tekjur móðurfélagsins í samræmi við gildandi framkvæmd um forvexti + 4%. Tekjur skattframtals dótturfélagsins voru ennfremur lækkaðar um samsvarandi fjárhæð vegna vaxtaútgjalda, en síðan hækk- aðar aftur um sömu fjárhæð þar sem litið var á vaxtafrelsið sem skattskylt framlag til dótturfélagsins. í Hæstarétti féllst skattaráðuneytið á kröfu félaganna um að gildi samninganna um vaxtafrelsi væri viðurkennt. Afleiðing dómsins var því sú að vaxtaleiðrétting fór hvorki fram hjá móður- né dótturfélaginu.36 í framhaldi af þessum dómum brást danska löggjafarvaldið við með þeim hætti að samþykkja róttækar breytingar á skattalögum varðandi milliverðsregl- ur og vöm gegn magurri eiginfjámiögnun, sbr. kafla 6.1 og 7.2 hér á eftir.37 4. TVÍSKÖTTUNARSAMNINGAR 4.1 9. gr. samningsfyrirmyndar OECD Eins og áður er vikið að hefur 9. gr. samningsfyrirmyndar OECD að geyma líkan að milliverðsreglu sem notað er að hluta eða öllu leyti í öllum tvískött- unarsamningum sem Island er aðili að. 9. greinin hljóðar svo í íslenskri þýð- ingu, sbr. t.d. samningurinn frá 4. október 1999 við Lúxemborg. 1. Þegar a) fyrirtæki í samningsríki tekur beinan eða óbeinan þátt í stjóm eða yfirráðum fyrir- tækis í hinu samningsríkinu, eða á, beint eða óbeint, hluta af fjármagni þess, eða 35 Sbr. Jan Pedersen: Transfer Pricing. 1998, bls. 51-52. 36 Sami, bls. 57-58. 37 Sjá ennfremur neðanmálsgrein nr. 12 hér að framan. 94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.