Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 28

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 28
því að skattyfirvöld í hinu ríkinu skuli, þegar um er að ræða hækkun hagnaðar annars fyrirtækisins, framkvæma samsvarandi lækkun á hagnaði hins fyrirtæk- isins í því ríki, til þess að koma í veg fyrir tvítalningu hagnaðar. I alþjóðlegum skattarétti hefur verið rætt um það hvort 9. greinin sem slík í tvísköttunarsamningi veiti heimild til tekjuleiðréttinga eða hvort slík leiðrétting verði auk þess að styðjast við innanlandsreglur um milliverðsleiðréttingar.39 Eins og kunnugt er eru tvísköttunarsamningar ekki formlega leiddir í lög á Islandi með samþykki Alþingis hverju sinni.40 Það verður því að teljast líklegt að hæpið væri að beita 9. greininni án samsvarandi heimildar í íslenskum lög- um. Áður eru rakin tengslin milli 1. mgr. 58. gr. og 9. greinar samningsfyrir- myndar OECD. Það verður því almennt að telja að 9. greinin hafi nægilegan stuðning í 58. gr. tskl. Eins og áður segir geta armslengdarreglur ekki einungis átt við milli dóttur- og móðurfélaga heldur einnig milli félags í einu landi og fastrar atvinnustöðvar þess í öðru landi, sbr. 2. mgr. 7. greinar samningsfyrirmyndar OECD. Máls- greinin hljóðar svo: Þegar fyrirtæki í samningsríki hefur með höndum atvinnurekstur í hinu samnings- ríkinu frá fastri atvinnustöð þar, skal hvort samningsríki um sig, nema annað leiði af ákvæðum 3. mgr., telja föstu atvinnustöðinni þann hagnað sem ætla má að komið hefði í hennar hlut ef hún væri sérstakt og sjálfstætt fyrirtæki sem hefði með höndum sams konar eða svipaðan atvinnurekstur við sömu eða svipaðar aðstæður og kæmi að öllu leyti sjálfstætt fram í skiptum við það fyrirtæki sem hún er föst atvinnustöð fyrir. 2. mgr. 7. gr. mælir því fyrir um armslengdarreglu við uppgjör fastrar atvinnustöðvar fyrirtækis í öðru landi. I athugasemdum OECD við málsgrein- ina segir á þá leið, að í ákvæðinu felist sú skoðun, sem sé almennt fylgt í tvíhliða samningum, að telja eigi föstu atvinnustöðinni til tekna þann hagnað sem hin fasta atvinnustöð hefði haft ef hún hefði, í stað höfuðstöðvar sinnar, átt viðskipti við algerlega aðskilið fyrirtæki samkvæmt skilmálum og verði ráðandi á hinum venjulega markaði.41 í 6. mgr. 11. gr. og 4. mgr. 12. gr. samningsfyrirmyndar OECD er að finna armslengdarsjónarmið varðandi vexti og þóknanir þegar um er að ræða sérstök tengsl milli aðila. Varðandi armslengdarreglur er ennfremur vert að minna á ákvæði 24. gr. um bann við mismunun og 25. greinar um gagnkvæmt sam- komulag. Síðastnefndu greinina er hægt að nota þegar bær stjómvöld í samn- ingsríkjum vilja leysa mál með gagnkvæmu samkomulagi sín á milli og gildir að sjálfsögðu einnig um milliverðsmál. Gallinn við þessa grein er hins vegar sá að það hvílir engin skylda á samningslöndunum að ná niðurstöðu um deilumál sín. 39 Sjá Jan Pedersen: Transfer Pricing. 199S, bls. 168. 40 Sjá Garðar Valdimarsson: „Nýr Norðurlandasamningur um tvísköttun". Tímarit lögfræðinga. 4. hefti 1997, bls. 291. 41 Samningsfyrirmynd OECD, 1998, bls. 91. 96
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.