Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 30
lögum. í 9. gr. samningsfyrirmyndar OECD er bæði gert ráð fyrir formlegum ráðum vegna eignarhlutahlutfalls og atkvæðisréttar og raunverulegum ráðum sem stjórnendur í félögum. Með beinum áhrifum er átt við t.d. beina stjórn móðurfélags á dótturfélagi, en óbeinum áhrifum t.d. tengsl í gegnum systur- félög og milli móðurfélaga og dótturdótturfélaga.44 5.2 Gildissvið 1. mgr. 58. gr. Fróðlegt er að skoða ákvæði 1. mgr. 58. gr. tskl. varðandi það atriði hvort íslenska greinin nái eingöngu til viðskipta milli aðila í atvinnurekstri eða hvort hún nái einnig til lögskipta milli manna utan rekstrar. Greinin nefnir ekki fyrir- tæki á nafn og verður því að telja að hún geti einnig náð til viðskipta við eða á milli einstaklinga utan rekstrar, enda styðst slíkur skilningur við upphafsákvæði greinargerðar með frumvarpi til 1. nr. 30/1970. I framkvæmd hefur greinin einnig yfirleitt verið skilin þannig. Greinin hefur þó ekki verið talin heimila leiðréttingu á lánskjörum þegar um hefur verið að ræða lán frá félagi til aðaleiganda, sbr. t.d. áðurrakta úrskurði ríkisskattanefndar nr. 601/1980 og 146/1981. Þetta kann e.t.v. af stafa af því að gegnum tíðina hafa lán af þessu tagi flokkast undir sérákvæði sem varasjóðsbrot, sbr. það sem áður var rakið um uppruna 2. mgr. 58. greinar. í þessu sambandi má ennfremur minna á ákvæði 4. mgr. 53. greinar tskl. sem komu inn í lögin með 5. grein laga nr. 97/1988 þar sem kveðið var á um að skuldir og inneignir stjómarmanna og framkvæmda- stjóra félaga og hluthafa í hlutafélögum teljist ekki með við útreikning verð- breytingarfæslu nema þær séu vaxtareiknaðar. Þá virðist einnig gæta nokkurs hiks hjá skattyfirvöldum að beita 1. mgr. 58. greinar beint um viðskipti milli aðalhluthafa persónulega og hlutafélags hans hins vegar, sbr. úrsk. yskn. nr. 15/1999. Málavextir voru í stuttu máli þeir að hlutafélag aðalhluthafa (95%) keypti af honum einbýlishús hans og fór með eignina sem rekstrareign hjá félaginu. Aðalhluthafinn sem var jafnframt framkvæmdastjóri félagsins bjó áfram í húsinu. Hlutafélagið, sem fékkst við rekstur ferðaskrifstofu, dró frá sem rekstrargöld hjá félaginu viðhalds- kostnað, vaxtagjöld og fymingar af íbúðarhúsinu, en aðalhluthafinn taldi sér til tekna 2,7% af fasteignamati hússins í samræmi við skattmat ríkisskattstjóra vegna afnota sinna af húsinu án endurgjalds, enda taldi hann afnot þessi hluta af launakjörum sínum hjá félaginu. Skattstjóri tók upp skattframtal félagsins og felldi niður gjald- færslu þess vegna íbúðarhússins. Forsendur hans voru þær að húsið teldist ekki til fyrnanlegrar eignar skv. 32. gr. tskl. og ennfremur vísaði hann til „grunnreglu" 1. mgr. 58. greinar. Yfirskattanefnd taldi að ráðningarkjör framkvæmdastjórans hefðu vegna eignarráða hans yfir félaginu verið frábrugðin því sem almennt tíðkaðist við 43 Þar sem segir að greinin eigi við þegar fyrirtæki „í samningsríki tekur beinan eða óbeinan þátt í stjóm eða yfirráðum fyrirtækis f hinu samningsríkinu, eða á, beint eða óbeint, hluta af fjármagni þess; eða sömu aðilar taka beinan eða óbeinan þátt í stjóm eða yfirráðum fyrirtækis í samningsríki, svo og fyrirtækis í hinu samningsríkinu, eða eiga, beint eða óbeint, hluta af fjármagni þeirra". 44 Sbr. Jan Pedersen: Transfer Pricing. 1998, bls. 171. 98
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.