Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 50
í samsvarandi máli BP (TfS 1988.292 H) var félagið sýknað í Hæstarétti. Þar var
ekki einungis um að ræða leiðréttingu með hliðsjón af brúttóálagningu heldur var
einnig um að ræða að BP í Danmörku keypti af samstæðufélögum BP á verði sem
var hærra en heimsmarkaðsverð á olímarkaðinum í Rotterdam. BP taldi á móti að
samanburðurinn við Rotterdamverð ætti ekki við og að hækkun skattyfirvalda væri
ómálefnaleg og færi fram úr sanngjömu mati. I Eystra Landsrétti kom rétturinn til
móts við sjónarmið ríkissjóðs með því að fallast á að 25% af innkaupum BP hjá
móðurfélaginu væri á verði sem væri 9,4% hærra en samsvarandi verð á Rotter-
dammarkaði. Meiri hluti Hæstaréttar (4:3) féllst hins vegar á sýknukröfu BP. Lagði
hann til grundvallar að álagning BP hefði verið viðunandi og verðin í langtíma-
samningum um skipsfarma hefði verið ýmist undir eða yfir Rotterdamverði. Meiri
hluti Hæstaréttar taldi, með vísan til þessa og á grundvelli þess að skattyfirvöld höfðu
ekki ýtt til hliðar svipuðum kjörum hjá öðrum olíufélögum, að skilyrði leiðréttingar
skattyfirvalda samkvæmt lögum væru ekki uppfyllt.
Dómur Hæstaréttar frá 1997 (TfS 1997.392 H) er athyglisverður, sérstaklega
vegna þess hvemig málið tekur breytingum í meðförum dómstóla.
Um var að ræða danskt framleiðslufélag. Það var í eigu dansks móðurfélags sem var
í eigu erlendis búsetts hluthafa og fjölskyldu hans í Danmörku. Félagið hafði með
höndum framleiðslu háþróaðra vélahluta, sem aðallega voru seldir gegnum móður-
félagið. Hluti sölunnar, aðallega til viðskiptavina í Hollandi og Þýskalandi, fór í
gegnum tengt félag í Liechtenstein með þeim hætti að reikningur var gefin út af
framleiðslufélaginu í Danmörku til félagins í Liechtenstein sem gaf út reikning áfram
til viðskiptavinarins. Afhending vörunnar sjálfrar fór þó fram beint frá framleiðand-
anum í Danmörku til viðskiptavinarins í útlöndum. Verðið samkvæmt reikningnum
frá Danmörku til félagsins í Liechtenstein var u.þ.b 50% af vörureikningunum til
samsvarandi viðskiptamanna í Damörku. Bæði skattyfirvöld og Landsskattarétturinn
komust að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða millireikningsútgáfu til svokallaðs
„póstkassafélags“.63 Skattaleg leiðrétting var því framkvæmd þannig að tekjur
danska félagsins vegna sölu til Liechtenstein voru hækkaðar um þá fjárhæð sem þær
töldust lægri en verið hefði af sölu til danskra viðskiptamanna. Bæði í Vestra
Landsrétti og Hæstarétti var sjónarmiðum skattyfirvalda um tekjuhækkanir hjá
danska félaginu vegna meintrar tilbúinnar tekjuyfirfærslu til félagsins í Liechtenstein
hafnað. Málið breyttist við meðferð dómstólanna úr skattasniðgöngumáli í milliverð-
lagningarmál. Samkvæmt því var spumingin sú hvort salan til tengda félagsins í
Liechtenstein á 50% lægra verði en til viðskiptavina á Norðurlöndum stæðist arms-
lengdarsjónarmið. A það var fallist fyrir báðum dómstigum. Meiri hluti Hæstaréttar
vísaði til þess að reikningsverðið til félagsins í Liechtenstein væri ekki frábmgðið
því verði sem notað væri til annarra ótengdra, erlendra milliliðafyrirtækja. A þeim
63 Sjá Intemational Tax Glossary, 1996, bls. 183, Letter-Box Company: „A paper company, shell
company or money box company, i.e a company which has complied only with the bare essentials
for organization (e.g. filing articles of incorporation) and registration in a particular country. The
company essentially only exists on paper, as it has no office, business assets, managing directors
or employees in the country of organization, but only an address of a person (often a bank or
attomey) to whom letters can be addressed. The actual commercial activities are carried out in
another country....“.
118