Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 51
grundvelli þótti ekki vera stætt á því að halda því fram að um tekjuyfirfærslu hefði
verið að ræða til tengds fyrirtækis.
Eins og áður segir verða ekki fundin dæmi þess í danskri dómaframkvæmd
að dómstólar hafi staðfest hækkanir skattyfirvalda í milliverðlagningarmálum.
Athyglisvert er að skoða tvo eftirfarandi úrskurði Landsskattaréttarins.
TfS 1988.524 LSR. í málinu var um að ræða danskt hlutafélag og samskattað danskt
dótturfélag þess sem sá um framleiðslu undir yfirráðum svissnesks félags, sem hafði
keypt hlutaféð í móðurfélaginu samtímis því sem það keypti einkaleyfi og einka-
söluleyfi í einkaeign fyrrverandi aðalhluthafa danska móðurfélagsins. Framleiðsla
danska dótturfélagsins var flutt yfir til svissneska félagsins til takmarkaðrar viðbótar-
vinnslu og endursölu til ótengdra viðskiptavina. Skattyfirvöld hækkuðu sölutekjur
danska félagsins vegna sölunnar til svissneska félagsins með vísan til 12. greinar
félagaskattalaganna. Hækkunin byggðist á endursöluaðferðinni (the resale price
method, sbr. hér að framan) þar sem sýnt var fram á að svissneska félagið seldi
framleiðsluna til þriðja aðila á 6,30 kílóið, enda þótt það hefði keypt vöruna frá
danska félaginu á 1,20 kílóið. Danska félagið mótmælti m.a. með vísan til þess að
danska félagið framkvæmdi einungis launavinnuþátt framleiðslunnar, þar sem einka-
leyfið og einkasöluleyfið hefði verið yfirfært til svissneska félagsins. Skattyfirvöld
rökstuddu kröfur sínar aðallega með því að benda á að brúttóálagning danska félags-
ins hefði fallið mikið við framsal einkaleyfisins og einkasölunnar til Sviss. Lands-
skattarétturinn féllst á það að skilyrði þágildandi 12. gr. félagaskattalaganna hefðu
verið uppfyllt, en treysti sér hins vegar ekki til að staðfesta þær hækkanir sem
skattyfírvöld höfðu framkvæmt.
Síðari úrskurðurinn er ekki eins skýrt dæmi um beitingu armslengdar-
reglunnar, en er athyglisverður, sérstaklega með hliðsjón af íslenskri fram-
kvæmd.
Tfs 1986.146 LSR. í málinu hafði danskt félag þróað nýja vöm sem seld var frá
félaginu. Framleiðslu- og sölumál félagsins voru endurskipulögð eftir nokkur ár,
þannig að danska félagið hafði eftir það einungis með höndum framleiðslu hálf-
unninnar vöra sem var seld nýstofnuðu, svissnesku systurfélagi. Endanleg fram-
leiðsla og sala fór síðan fram hjá félaginu í Sviss. Reikningsverð vörannar til Sviss
var miðað við kostnaðarverð að viðbættri 25% álagningu. Álagning svissneska fé-
lagsins nam hins vegar 125% miðað við upphaflegt kostnaðarverð. Landsskattarétt-
urinn áleit að of stór hluti af fyrirtækinu hefði verið dreginn út úr danska félaginu og
að það félag hefði flutt hlutfallslega allt of stóran hluta teknanna til svissneska fé-
lagsins með rangri álagningarskiptingu milli hinna tengdu félaga. Landsskatta-
rétturinn komst síðan að þeirri niðurstöðu að hinar yfirfærðu tekjur skyldu færðar til
baka til félagsins í Danmörku, með vísan til 4. gr. tekjuskattslaganna. (Samsvarar 7.
grein íslensku tskl.). Landsskattarétturinn vísaði þannig ekki til 12. gr. dönsku
félagaskattalaganna, e.t.v. vegna þess að málið snérist um danskt félag sem ekki var
undir yfirráðum erlends móðurfélags. Hefðbundum milliverðsreglum var því ekki
119