Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Qupperneq 52

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Qupperneq 52
beitt en gera má ráð fyrir því að rétturinn hafi gengið út frá því að framtalin hagn- aðarskipting hafi ekki verið í samræmi við rekstrarlegan veruleika. 9.3 Sala óáþreifanlegra eigna í málinu TfS 1989.605 H hafði danskur aðalhluthafi yfirfært einkaleyfisréttindi varðandi erlenda hagsmuni félagsins yfir til svissnesks félags sem var í eigu sam- lagsfélags. í svissneska félaginu voru engir ráðnir starfsmenn og þar fór engin eiginleg atvinnustarfsemi fram utan tekjuöflun gegnum leyfisréttindin. Vestri Lands- réttur vildi ekki viðurkenna frádrátt vegna þóknananna sem greiddar voru samkvæmt leyfisréttindunum til svissneska félagsins með vísan til þess að ekki hefði átt sér stað venjuleg viðskiptaleg starfsemi í því félagi. Hæstiréttur staðfesti þetta en með þeirri athugasemd að í sambandi við yfirfærslu hinna margnefndu réttinda hefðu leyfis- réttindin ekki tengst atvinnustöð í Sviss með þeim hætti að tekjurnar væru undan- þegnar skattlagningu í Danmörku. Af þeim sökum skyldi aðalhluthafinn skattlagður af þeim tekjum sem stöfuðu af einkaleyfisréttindunum. í TfS 1984.176 LSR hafnaði Landsskattarétturinn frádrætti vegna þóknanagreiðslna sem danskt félag hafði greitt félagi aðalhluthafans á Jersey. Landsskattarétturinn áleit að um tilbúnar (d. fiktive) greiðslur hefði verið að ræða þar sem ekki hefði verið um viðskiptalegt samband milli hinna tengdu félaga. Landsskattarétturinn gekk þannig út frá því að ekki hefði verið um „raunverulega" (d. reel) eignayfirfærslu á óáþreif- anlegri eign til félagsins á Jersey. Röksemdin í síðastnefnda úrskurðinum er meira í ætt við skattasniðgöngu- sjónannið en reglur um milliverðlagningu. Eins og fram kom hér að framan skiptir það verulegu máli við ákvörðun þóknunar fyrir notkun óáþreifanlegra eigna að samsvörun sé milli þóknana- greiðslna annars vegar og nytsemi þeirra fyrir greiðandann hins vegar. Þetta kemur sérstaklega fram í framkvæmd varðandi dönsk félög sem eru hluti af erlendri samstæðu og þurfa að greiða henni þóknanir vegna þróunar og rannsókna, markaðsstarfs o.s.frv., sbr. eftirfarandi úrskurðir. í málinu LSRM 1983.90 greiddi danskt félag innan tölvugeirans í þóknun sem svar- aði 6% af veltunni til þess að standa straum af rannsóknar- og þróunarkostnaði móðurfélagsins í sambandi við gerð staðalforrita. Danska félagið hafði til þessa sjálft séð um þetta verkefni fyrir eigin reikning. Skattyfirvöld viðurkenndu ekki frádrátt vegna þóknananna á þeim grundvelli að um dulinn arð væri að ræða. Var þetta rökstutt með því að eftir að greiðsla þóknananna hófst hafi arðgreiðslur til hins erlenda félags lækkað þrátt fyrir að hagnaður hins danska félags hefði vaxið. Ennfremur vísuðu skattyfirvöld til þess að brúttóhagnaður félagsins hefði Iækkað eftir að greiðslumar hófust, að rannsóknarkostnaður móðurfélagsins hefði ekki hækkað, að danska félagið héldi áfram með rannsóknar- og þróunarkostnað og að danska félagið hefði ekki sparað neitt á þessu. Landsskattarétturinn féllst á fram- talinn frádrátt vegna þóknananna. Það var lagt til grundvallar að tilgangurinn með því að koma á þessum þóknunum hefði verið sá að koma á samræmdri og hæfilegri greiðslu fyrir hagræði dótturfélaganna af því að nota staðalforrit. Landsskattarétt- 120
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.