Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 53
urinn taldi nægilega sýnt fram á það af hálfu félagsins að raunverulegar greiðslur þóknananna samsvöruðu hagræðinu. Þar að auki var ekki álitið að ótengt fyrirtæki hefði getað náð hagstæðari kjörum varðandi margnefndar þóknanir. Landsskattarétturinn komst að svipaðri niðurstöðu í TfS 1990.298 LSR. I málinu var dönsku dótturfélagi gert að greiða þóknun til erlends samstæðufélags sem nam um 4% af nettósölu sem endurgjald fyrir nýtingu einkaleyfisréttinda, teikn- inga, einkaréttinda o.s.frv., sem önnur félög innan samstæðunnar létu í té. Skatt- yfirvöld neituðu að fallast á frádrátt vegna þóknananna með svipuðum rökum og í úrsk. LSRM 1983.90. Auk þess báru skattyfirvöld því við að þóknanimar hefðu ekki verið greiddar til þess samstæðufélags sem hafði látið í té þær tæknilegu mót- greiðslur sem um var að ræða, heldur til samstæðufélags sem virtist ekki hafa með höndum neina atvinnustarfsemi. Landsskattarétturinn féllst á umræddan frádrátt. Það var lagt til grundvallar að það væri afgerandi, varðandi afstöðuna til spumingarinnar um frádrátt, að hve miklu leyti þóknanagreiðslumar teldust vera í samræmi við verðmæti þeirra mótgreiðslna sem samstæðan léti dótturfélaginu í té í staðinn. Það væri því ekki hægt að álykta eins og skattyfirvöld að frádráttur væri útilokaður vegna innansamstæðugreiðslna af þeirri ástæðu að greiðslan fór ekki til sama félags og lét hina tæknilegu mótgreiðslu í té. Þar sem Landsskattarétturinn áleit að tekið hefði verið á móti tæknilegri aðstoð o.s.frv., sem svaraði til greiddra þóknana, og að þessar greiðslur væru ekki frábrugðnar því sem önnur, ótengd fyrirtæki myndu hafa samþykkt, var frádrátturinn vegna þóknananna samþykktur. Báðir síðastnefndir úrskurðir sýna að Landsskattarétturinn leggur til grund- vallar rekstrarhagfræðilegt mat á þóknanagreiðslur vegna notkunar óáþreifan- legra eigna. Þá þykir það ekki nauðsynlegt innan samstæðu að sama fyrirtækið og tæknilega hefur með hin óefnislegu verðmæti að gera móttaki sjálft greiðslur vegna þeirra. Það verður að telja eðlilegt miðað við það að hér er um óáþreif- anleg réttindi að ræða sem erfitt er að staðsetja nákvæmlega innan samstæðu eða er af hagkvæmnis- og höfundaréttarlegum ástæðum komið fyrir í einu samstæðufélagi frekar en öðru. Til frekari skýringar á þessu atriði má nefna TfS 1992.395 Ö. “ í málinu var, m.a., um að ræða frádrátt samstæðufélags vegna útgjalda vegna verkþekkingar (e. know-how), leyfisréttinda o.s.frv. til félags í Liechtenstein. Skatt- yfirvöld og ákæruvaldið voru þeirrar skoðunar að útgjöldin væru tilbúningur og skorti gagngreiðslu til hinna dönsku félaga. Af þeim sökum var gefin út ákæra gegn félaginu og aðalhluthafa þess fyrir skattsvik. Eftir að hafa hlotið dóm í héraði tókst félaginu og aðalhluthafa þess að sannfæra Eystri Landsrétt um að félögin hefðu í raun notið verkþekkingar og annarra óáþreifanlegra gæða frá erlendum félögum í samstæðunni. Enda þótt ákærðu tækist ekki að sanna að þessar mótgreiðslur kæmu frá félaginu í Liechtenstein þótti sýnt að þær kæmu alla vega frá öðrum þátt- takendum í samstæðunni. I forsendum landsréttarins var beinlínis tekið fram að það réði ekki úrslitum fyrir frádráttarréttinn, hvort rekja mætti ákveðið gagnframlag til þess fyrirtækis í samstæðunni sem hefði móttekið greiðsluna, ef ganga mætti út frá 121
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.