Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 58

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 58
1. INNGANGUR Vaxtalög, nr. 25/1987, tóku gildi hinn 14. apríl það ár. Fyrir gildistöku þeirra hafði áratugum saman verið mikil réttaróvissa um ýmis atriði varðandi vexti (almenna vexti og dráttarvexti) og réttarreglur á þessu sviði voru bæði flóknar og ófullnægjandi. Slíkt er almennt óheppilegt í meira lagi, ekki sízt vegna mikilvægis vaxta og með öllu óþolandi á tímum óðaverðbólgu og langvarandi óvissu í fjármálum, eins og verið hafði hér á landi allt frá byrjun áttunda áratugarins til þess tíma, er vaxtalögin tóku gildi og raunar nokkru lengur. Um aðdraganda að setningu vaxtalaga og um markmið þau, sem ætlunin var að ná með þeim, verður ekki fjallað sérstaklega hér, enda hefur það verið gert ítarlega áður.1 Með vaxtalögum voru afnumdar ýmsar hömlur, sem lengi áður höfðu verið á heimildum manna til þess að semja um vexti. Ymis mikilvæg ákvæði III. kafla laganna, en reglur þess kafla taka til dráttarvaxta, hafa þrátt fyrir 3. gr. þeirra verið skýrð svo, að þau séu ófrávíkjanleg, ef það leiðir til lakari réttar- stöðu skuldara og liggja til þess ýmsar gildar ástæður.2 Vaxtalögin voru almennt mikil réttarbót. Þeim hefur verið breytt nokkrum sinnum, en þær breytingar hafa, með fáeinum undantekningum þó, ekki komið til vegna þess að sérstakir meinbugir hafi verið á lögunum, er þau voru sett, heldur hefur fremur verið um nýjar reglur að ræða, en þær eru í IV. og V. kafla þeirra. Helztu breytingar á vaxtalögunum voru gerðar með lögum nr. 67/1989 og lögum nr. 13/1995. Ákvæðum vaxtalaga er nú skipt í eftirfarandi kafla: I. kafli. Gildissvið II. kafli. Almennir vextir III. kafli. Dráttarvextir IV. kafli. Vaxtakjör opinberra fjárfestingalánasjóða V. kafli. Verðtrygging sparifjár og lánsfjár VI. kafli. Viðurlög og málsmeðferð VII. kafli. Gildistaka og bráðabirgðaákvæði Vaxtalögin eiga ýmislegt sameiginlegt með lögum annarra Norðurlanda- þjóða um vexti, sem almennt taka líka til dráttarvaxta, en eins og fram kemur síðar í grein þessari eru þau ólik þeim um ýmis mikilvæg atriði. Á síðustu árum hafa komið fram raddir um, að nauðsynlegt sé að breyta ýmsum grundvallaratriðum í vaxtalögunum, t.d. því að ekki sé heimilt að semja 1 Sjá Viðar Már Matthíasson: „Um vexti og dráttarvexti í lögum og lagaframkvæmd". Úlfljótur. l.tbl. 1996, bls. 5-72 2 Sbr. Viðar Már Matthíasson: „Um vexti og dráttarvexti í lögum og lagaframkvæmd". Úlfljótur. l.tbl. 1996, bls. 38. 126
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.