Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 67

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 67
Algengt er, að samið sé um hæð dráttarvaxta á þeim sviðum, sem það er heimilt og eru þeir í þeim tilvikum hærri en þeir dráttarvextir, sem tilgreindir eru að ofan. Ekki er hægt að segja um hvaða dráttarvexti er samið. í sjálfu sér eru ekki aðrar takmarkanir að einkarétti á heimildum til þess að semja um hæð dráttarvaxta en felast í 36. gr. samningalaga og öðrum ógildingarreglum þeirra laga, en tekið skal þó fram, að í sænskum og norskum vaxtalögum eru sérstakar ógildingarreglur, eins og fyrr er getið. Rætt hefur verið um það, hvort þörf sé á að setja í vaxtalög annarra þjóða sérstaka ógildingarreglu, sem ætlað væri að heimila að ógilda í heild eða að hluta samningsákvæði um dráttarvexti.15 Abendingar um þetta eru einkum komnar frá Finnlandi og byggjast á sjónar- miðum um, að hin almenna ógildingarregla 36. gr. samningalaga sé ekki nægjanleg til að tryggja réttaröryggi á þessu sviði.16 Ekki verður séð, að uppi séu áform á öðrum Norðurlöndum um að hverfa frá frelsi til að semja um drátt- arvexti. Dráttarvextir samkvæmt 10. gr. vaxtalaga eru nú (september 2000) 23% á ári og þá má leggja við höfuðstól á 12 mánaða fresti. I þessu felst, að standi vanskil t.d. í 24 mánuði eru dráttarvextir í raun 25,6% á ári, standi þau í 36 mánuði eru þeir 28,69% á ári og ef vanskil standa í 48 mánuði eru dráttarvextir í raun 32,21% á ári. Þetta eru óneitanlega háir dráttarvextir, einkum í ljósi þess að hækkun vísitölu neyzluverðs miðað við síðasta tólf mánaða tímabil frá júní 2000 var 5,5%, en 4,3% ef einungis er tekin hækkun milli maí og júní og hún uppfærð til tólf mánaða hækkunar. Fram hefur komið gagnrýni á heimildina til að bæta dráttarvöxtum við höfðustól vegna þess hve dráttarvextirnir hækka við það.17 Fullyrða má, að það eru ekki margir ávöxtunarmöguleikar, sem fela í sér meiri ávöxtun fjár en þeir, sem felast í því að kaupa vanskilakröfur. Þetta er þó eðli málsins samkvæmt áhættusamt, ef ekki eru öruggar tryggingar að baki krafnanna. Ef heimilað verður að semja um hærri dráttarvexti en leiða af 10. og 12. gr. vaxtalaga (um síðamefndu greinina vísast þó til þess er síðar segir um hana) er mikilvægt að lögfestar verði ákveðnar aðferðir við slíka samninga til þess að haga megi kröfugerð í dómsmálum með þeim hætti, að ekki þurfi að tilgreina hæð vaxta á hverju tímabili. Það skiptir miklu máli, að slíkt sé gert, enda myndi annað leiða til aukinnar vinnu lögmanna, dómara og annarra, sem fást við úr- lausn ágreiningsefna um peningakröfur og stórauka hættu á mistökum. Því er lagt til, að ef heimilað verður að semja um dráttarvexti verði reglan á þessa leið: 15 Sbr. umfjöllunarefni á 35. Norræna lögfræðingamótinu í Osló 1999. 16 Sjá erindi Anne Ekblom-Wörlund á 35. Norræna lögfræðingamótinu í Osló 1999. í erindi sínu, sem enn er óútgefíð af mótsstjóm, bendir hún á tvo finnska hæstaréttardóma, þar sem hafnað var að lækka eða fella niður dráttarvexti, þótt tilefni haft verið til þess að hennar mati. Segja má þó, að niðurstaðan í umræðunum hafi verið sú, að ekki væri ástæða til að setja slíka reglu í vaxtalögin, heldur ætti að huga að reglum um aðferðina við að ákveða dráttarvexti í samningum. 17 A 113. löggjafarþingi var lagt fram þingmannafrumvarp þar sem lagt var til að þessi heimild yrði afnumin, sbr. Alþingistíðindi 1990-91, A-deild, bls. 3853-3856. 135
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.