Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Qupperneq 70

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Qupperneq 70
Regla 13. gr. er í samræmi við meginreglur í norrænum kröfurétti.19 Það verður ekki séð að sérstök ástæða sé til að þrengja reglu þessa í réttar- framkvæmd svo sem Hæstiréttur hefur gert í framangreindum dómum. Verði vaxtalögunum breytt þarf að taka það til sérstakrar skoðunar, hvort orða ber 13. gr. með skýrari hætti, þannig að framkvæmdin verði í samræmi við regluna. 4.5 Regla 14. gr. vaxtalaga Endurskrifa þarf reglu 14. gr. enda má fullyrða, að allar kröfur sem nú eru andlag málshöfðunar séu fallnar í gjalddaga eftir gildistöku vaxtalaga. Ef heint- ilað verður að semja um hæð dráttarvaxta þarf að líkindum að taka tillit til þess við skipan reglu 14. gr. 4.6 Regla 15. gr. um upphafstíma dráttarvaxta á skaðabætur Almenna reglan um upphafstíma dráttarvaxta á skaðabætur er í fyrri málslið 15. gr., en þar segir, að slíkar kröfur skuli bera dráttarvexti að liðnum mánuði frá þeim degi, er kröfuhafi sannanlega lagði fram þær upplýsingar, sem þörf var á til þess að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. í 2. málslið er undantekningar- regla, sem heimilar dómstólum að ákveða annan upphafstíma dráttarvaxta. í skýringum í greinargerð kemur glögglega fram af hvaða ástæðum undan- tekningarreglan er sett, en þar segir: Vextir fyrir tímabilið frá slysdegi og þar til endanlegt uppgjör fer fram mega ekki stuðla að því, að annar hvor málsaðilja hafi hag af því að tefja málið og mega heldur ekki verða til þess að uppgjöri bóta verði hraðað meira en góðu hófi gegnir til að meta örorkuna sem bezt. Því er dómstólum hér fengin heimild til að kveða á um vaxtatímabilin hverju sinni. Þessar skýringar sýna, að fyrst og fremst er miðað við skaðabótakröfur vegna líkamstjóna. Reglur um mat á örorku og ákvörðun á fjárhæð skaðabóta fyrir líkamstjón hafa breytzt í grundvallaratriðum eftir að vaxtalögin voru sett. Auk þess gilda, svo sem fyrr segir, sérstakar reglur um almenna vexti af skaðabóta- kröfum fyrir líkamstjón samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga. Það þarf að huga sér- staklega að því, hvort þau rök, sem talin voru fyrir hendi þegar þessi undan- tekningarregla var sett, eigi enn við. Auk þess verður að hafa í huga, að dóm- stólar hafa lengi túlkað undantekningarregluna frjálslega, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, sbr. t.d. H 1992 2122, auk þess sem finna má þess dæmi úr dóma- framkvæmd að undantekningarreglunni hafi verið beitt um kröfur sem ekki teljast skaðabótakröfur, sbr. H 1992 2064. Ef ástæða er talin til að hafa slíka undantekningarreglu í lögum, verður að telja rétt að þrengja hana til þess að tryggja samræmda réttarframkvæmd um upphafstíma dráttarvaxta. 19 í riti Mogens Munch, Renteloven med kommentarer, bls. 114, er t.d. vísað til bæði dansks og norsks dóms um þetta, sbr. og Trygve Bergsáker: Pengekravsret, bls. 193-194. 138 j
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.