Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 71

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 71
5. REGLUR IV. KAFLA. VAXTAKJOR OPINBERRA FJÁRFESTINGALÁNASJÓÐA Þessum kafla var bætt inn í vaxtalögin med lögum nr. 67/1989. Samkvæmt 17. gr., þ.e. 6. gr. breytingalaganna, skyldu ákvæði kaflans gilda um lánskjör opinberra fjárfestingalánasjóða atvinnuveganna, sem starfa samkvæmt sérstök- um lögum. 119. gr. segir, að viðskiptaráðherra sé heimilt, að fengnum tillögum Seðlabanka Islands, að setja meginreglur um lánskjör þeirra fjárfestingalána- sjóða, sem reglur þessa kafla taka til, en stjómir sjóðanna skuli svo gera tillögur til Seðlabanka íslands um lánskjör þeirra innan ramma slíkra meginreglna. Seðlabankinn á svo að staðfesta ákvörðun stjómar fjárfestingalánasjóðs um lánskjör, þ.e. að því tilskildu að hún samræmist meginreglunni. Það er vandséð hvers vegna þörf hefur verið talin á því að setja sérstakar reglur um lánskjör fjárfestingalánasjóða. Ekki verður séð, að settar hafi verið með réttum hætti reglur samkvæmt 19. gr. Ekki kemur fram í reglum IV. kafla vaxtalaga, hvort dráttarvextir teljist til lánskjara í skilningi 17.-19. gr. og það verður heldur ekki ráðið af fátæklegum skýringum í greinargerð, sem fylgdi frumvarpi því, er síðar varð að lögum nr. 67/1989. Má því ætla að reglur III. kafla gildi um dráttarvexti af kröfum þessara sjóða. Slíkt kann að vera erfitt í framkvæmd þar sem dráttarvextir kunna að vera mun hærri eða mun lægri en meginregla 18. gr. um lánskjör sjóðanna segir til um, þ.e. að erlend lán, sem sjóðimir taka, séu endurlánuð á svipuðum kjörum með hæfilegum vaxtamun, að teknu tilliti til annarra tekna sjóðanna og fleiri tilgreindra atriða. Fjárfestingalánasjóðir þeir, sem störfuðu samkvæmt sérstökum lögum árið 1989, hafa nú flestir verið lagðir niður í framhaldi af gildistöku laga nr. 60/1997, um Fjárfestingabanka atvinnulífsins og laga nr. 61/1997, um Nýsköp- unarsjóð atvinnulífsins. Að auki eru nú ekki þær hömlur, sem áður voru á beinum erlendum lántökum íslenzkra aðilja. Það má því spyrja, hvort ástæða sé til þess að halda í hinar sérstöku reglur IV. kafla vaxtalaga. Framboð á lánsfé hefur verið mun meira og möguleikar fleiri en var, þegar lög nr. 67/1989 voru sett. Hvort sem þörf verður á því að hafa hinar sérstöku reglur IV. kafla áfram í vaxtalögum eða ekki, er nauðsynlegt að taka af skarið um, hvort reglur III. kafla vaxtalaga eigi við um kröfur samkvæmt IV. kafla eða hvort viðskiptaráð- herra er heimilt að setja sérstakar reglur um það með reglum um lánskjör. Þarf að aflétta þeirri réttaróvissu, sem um þetta er. 6. REGLUR V. KAFLA. VERÐTRYGGING SPARIFJÁR OG LÁNSFJÁR Ákvæði þessa kafla mæla fyrir um ýmsar takmarkanir, sem eru á heimildum til þess að verðtryggja sparifé og lánsfé. Reglumar ráðast mjög af pólitískum viðhorfum til þess, hvort heimila eigi verðtryggingu fjárskuldbindinga eða ekki. Ekki er ástæða til þess hér að leggja mat á, hvort þörf er á þeim takmörkunum 139
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.