Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 78

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 78
Þann 16. desember 1999 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem kona nokkur hafði höfðað gegn íslenska ríkinu. Krafðist konan skaðabóta fyrir að hafa verið synjað um greiðslu á launakröfu á hendur gjaldþrota fyrirtæki úr Abyrgðarsjóði launa vegna skyldleika hennar við einn aðaleiganda fyrirtækisins. Skaða- bótakrafan var á því byggð að Island hefði ekki réttilega lagað löggjöf sína að tilskipun ráðherraráðs EBE um þetta efni, eins og hún hefði verið tekin upp í samninginn um hið Evrópska efnahagssvæði. Með því hefði íslenska rrkið brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt samningnum og bæri að bæta konunni það fjártjón sem af þessu hefði hlotist fyrir hana. Við meðferð málsins í héraði hafði verið leitað álits EFTA-dómstólsins á því hvort viðkomandi tilskipun ráðsins fæli í sér þann rétt sem konan taldi og einnig, furðulegt nokk, hvort íslenska ríkið væri bótaskylt konunni fyrir að hafa ekki breytt landslögum til samræmis við tilskipunina. Síðari spumingin virðist aðeins varða landsrétt á Islandi og er vandséð hvaða erindi spuming um efni hans átti til EFTA- dómstólsins. Dómstóllinn taldi tilskipunina fela í sér réttinn og taldi það einnig verða lesið úr samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði að umrædd bótaskylda væri fyrir hendi að vissum skilyrðum uppfylltum. I dómi Hæstaréttar var talið að íslensku lagaákvæðin um þetta efni væru ekki í samræmi við ákvæði umræddrar tilskipunar ráðherraráðsins. Væri þetta misræmi verulegt að því er sneri að konunni. Um bótaskylduna taldi Hæstiréttur að hafa bæri hliðsjón af ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins ef ekkert kæmi fram sem leiddi til þess að vikið yrði frá því áliti. Það væri hins vegar samkvæmt 2. gr. stjómarskrárinnar á valdi íslenskra dómstóla að skera úr um hvort bótaábyrgð ríkisins nyti fullnægjandi lagastoðar að íslenskum rétti. Það leiddi af 7. gr. EES-samningsins og bókun 35 við hann að hann fæli ekki í sér framsal löggjafarvalds. Meginmál hans hefði hins vegar lagagildi hér á landi og væri eðlilegt að lögin sem lögfestu samninginn væm skýrð svo að einstaklingar ættu kröfu til þess að íslenskri löggjöf væri hagað til samræmis við EES-reglur. Tækist það ekki, leiddi það af lögunum og meginreglum og markmiðum EES-samningsins, að ríkið yrði skaðabótaskylt að íslenskum rétti. Að þessu virtu, svo og aðdraganda og tilgangi laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, var skaðabótaábyrgð rrkisins vegna ófullnægjandi lögfestingar tilskipunarinnar talin fá næga stoð í þeim lögum. Hefði ríkið í verulegum mæli brugðist þeirri skyldu að tryggja konunni réttindi til greiðslu úr Ábyrgðarsjóði launa við gjaldþrot að íslenskum rétti, svo sem því hefði borið. Bæri íslenska ríkið skaðabótaábyrgð gagnvart konunni vegna þessara mistaka. I stuttu máli má segja að í þessum dómi felist að íslenska ríkið verði bóta- skylt að innanlandsrétti ef löggjafinn samræmir ekki íslenska löggjöf ákvæðum tilskipana á hinu Evrópska efnahagssvæði sem ekki hafa verið lögfestar hér með stjómskipulegum hætti. Þetta er byggt á því að lögfest hafi verið regla sem mæli fyrir um þetta í sjálfu meginmáli EES-samningsins, sem veitt var lagagildi með 2. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta er að vísu hvergi sagt berum orðum í samningnum, en dregið af markmiðsyfirlýsingum í inn- 146
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.